Tími skorinn niður

Einu sinni miðaði ég tímatal hversdagslífsins við haust- og vormisseri. Þeirra á milli var glaðst og ekkert unnið. Síðar varð það hver mánuður í senn, nýtt upphaf við hver mánaðamót, borga reikninga, kaupa hluti sem mig langaði í.
Núorðið skiptist lífið niður í vikur. Það er öllu erfiðara fyrirkomulag því vikan er svo stutt. Það kallar á aukna skipulagni og iðjusemi ef ekki á illa að fara. En ef í harðbakkann slær, þá get ég að minnsta kosti dottið ærlega í það og þareftir tekið einn dag í einu.

4 thoughts on “Tími skorinn niður”

  1. Þú ert heppinn að þurfa ekki að skipta tímatalinu niður í vaktatímabil og þá í dagvaktir og næturvaktir 🙂

  2. Ég lifi einmitt núna í vikum…
    virku dagarnir líða bara –
    svo kemur helgi og þá verð ég að detta í það.
    Mér finnst það ekkert slæmt.

  3. Það er gott og slæmt í sjálfu sér, því það er nauðsynlegt að lyfta sér upp, en slæmt að geta ekki orðið neitt úr verki á einu helv. frídögunum sem maður fær.

Lokað er á athugasemdir.