Monthly Archives: nóvember 2006

Allt að gerast 0

Aldrei hélt ég að ég yrði álitsgjafi í dagblaði fyrir þrítugt. Það fór þó svo að ég er í Blaðinu í dag meðal spaks fólks að tjá mig um „jólabækur“ sem ég er spenntur fyrir. Þá er þess væntanlega ekki langt að bíða að gerð verði úttekt á eldhúsinu mínu í Fréttablaðinu og fjálglega rætt […]

Kommúnistaleiðtoginn Rebelo 1

Þetta er eiginlega of fyndið: „Dagskrá dagsins hjá Rebelo átti þó fátt skylt við kommúnistabyltingu.“ Ætli kommúnistinn Proletario sé líka til?

Martröð 3

Það litla sem ég svaf í nótt dreymdi mig hræðilega martröð á meðan. Í henni hafði ég sett einhvern djöfullegan mekkanisma af stað og kallaði þannig fram einhvern hræðilegan óvætt í líki dvergs og skrímslis (ekki spyrja) sem batt Silju vinkonu í einhvers konar völundarhúsi og drekkti henni með því að fylla rýmið af vatni. […]

Mánudagsmorgunn í Árnagarði 0

8 fyrir miðannarverkefnið. Það er alls ekki nógu gott.

Endalok sögu sem aldrei var sögð 0

Hvor um sig hafði skilið mikilvægan hluta af sjálfum sér eftir er þeir gengu inn í flugstöðina í Helsinki. Farangurinn í hjarta þeirra vó þyngra. Þeir fundu reykherbergið og settust þar inn. Enn áttu þeir bróðurpartinn af viskíflösku sem þurfti að losna við. Eftir því sem flaskan smátæmdist tóku þeir að gleyma, að lokum var […]

Ó, Ísafold! 1

Fór í klippingu áðan. Austurevrópumaðurinn sem klippti mig alltaf er hættur og farinn austur fyrir tjald (skil hann vel) svo ég fékk þessa líka skemmtilegu stelpu og gleymdi mér í samræðum við hana. Svo mjög að ég sagði henni ekki hvorum megin ég skipti hárinu mínu, og hún klippti mig öfugt. Þetta verður eins og […]

Fyrirlestur 2

Meðan ég man, ef einhver hefur áhuga á að lesa fyrirlesturinn sem ég flutti á morgunverðarfundi Vinnueftirlitsins, þá má nálgast hann hér. Tek að mér að semja og halda fyrirlestra um allt milli himins og jarðar. Leiðbeinandi verð kr. 5000 á blaðsíðu, annars samningsatriði.

Drungi og djöfullegheit 0

Það er eitthvað svo einkennilega drungalegt að horfa á regnið fljóta lárétt eftir glugganum mínum meðan skuggamyndir lauflausra trjáa hver ofan í annarri sveiflast til í taktleysi framan við ljósum logandi glugga húsanna á móti. Eins og það sé ekkert annað til í heiminum, trén verða að táknmynd hins illa í huganum. Myrkrið er þvílíkt […]

Tempus frangit 2

Leikur að tómum orðum. Minn tími er nóttin. Stresskasti lokið yfir hlutum sem ég hafði enga stjórn á. Sjáum hvernig til tókst. Svefn. Ef guð lofar. Klipping á föstudag. Það verður eins og raðfullnæging. Geri ég ráð fyrir.

Tempus fugit 0

Ég get svarið að Hallgrímur Helgason starði glottandi á mig úr bifreið sinni þegar ég gekk í skólann. Ekki veit ég hvað það átti að fyrirstilla. Leiðinlegt var veðrið á bakaleiðinni. Vissulega fagna ég snjókomu, en slydduél eru annar og meiri viðbjóður en orðið sjálft gefur til kynna. Helgin fer í hljóðkerfisfræði. Tempus fugit.