Monthly Archives: desember 2006

Afsakið truflanir 2

Góðar hugmyndir koma þegar síst þú átt von á þeim. Þá er að grípa andrúmið meðan það gefst. Eiginlega er þetta fíflalega einfalt en fáránlega flókið samtíðis. Mig langar í bjór (nei, það er ekki hugmyndin). Ég vek athygli á að mig skortir kaffivél ef ég á að lifa af veturinn, frjáls framlög leggist inn […]

Hljóðkerfisnótt 0

Eftir sex klukkutíma af byltum í sófanum í Odda með doðrantinn Hljóð afréð ég að fara heim. Var líka búinn með kaffiklink (Eyddi um þúsundkalli bara í kaffi). Eyddi næsta klukkutímanum eftir að ég kom heim í að lesa hljóðkerfisfræði, reyndi svo að sofna eftir það en gat það ekki fyrr en seint og um […]

Heimkoma 0

Ókei, Arngrímur, andaðu rólega. Einn kafli eftir. Þú hefur staðið þig vel. Klára pakkann, það er það eina sem er eftir.

Oddablogg 2: The Return 0

Hér sé annars stemningin, allir uppteknir að læra (eða öskra!), kaffibollar á víð og dreif, svo og hárrytjur og flösukleprar úr höfðum námsmanna. Líkt er og tíminn standi í stað. Það er því miður ekki raunin.

Bloggað í Odda 0

Ykkur er fullkomnlega frjálst að ÖSKRA meðan sum okkar reyna að læra!

Húrra! 1

Það sdnjóar! Skemmtilegt viðr þar. Vel kann Kristján Árnason að halda manni við efnið, hjá honum enda allir kaflar eins og í spennusögu: „Ekki er til neitt *miðj, *viðr eða sigr*. Hér eru því greinilega ekki öll kurl komin til grafar [framhald í næsta kafla!!!].“

Hljóð 0

Hið fyrsta sem ég gerði þegar ég vaknaði var að þrífa Hljóð eftir Kristján Árnason (ég sef með hana núorðið) og halda áfram að lesa, aðeins mínútu eftir mig hafði dreymt að ég hefði reynt að sýna dreifingu allra íslenskra hljóðana í einni umskiptaröð með hjálp tölvutækni morgundagsins. Það mistókst. Vonandi gengur prófið betur. Svona […]

Palato-alveolar affricate 0

Spáð hefur verið stormi í kvöld, eins og algengt er orðið hérlendis. Eins gott að þurfa ekki að sofa í tsjaldi í nótt, djengz. Nei, þá er skárra að sitja í hlýjunni og lesa sér til um tanngómmælt hálflokhljóð á kajanum, tsjiggidítsje. Annars er mar alveg að tsjúllast áissu tsjellíngaleysi.

Follow me around 0

Lagið sem ég hlusta mest á um þessar mundir, lag mundanna með öðrum orðum, er Follow Me Around með Radiohead. Þetta Youtube drasl er svo leiðinlegt að það vill ekki leyfa mér að setja myndbandið beint hingað inn án þess að ég gefi upp einhvern lykil sem ég hef aldrei fengið hvað þá heyrt af, […]

Njólubaugur 0

Njólubaug bar við himin undan mánaskini rétt í þessu. Engin þökk sé Vísindavefnum fyrir að geta ekki svarað því til hvort njólubaugar séu möguleg fyrirbæri í náttúrunni. Þeir eru það, hef ég nú fyrir satt. Sá sem ég sá leit út eins og sá á myndinni við færsluna. Mig hins vegar dauðlangar að sjá svona.