Monthly Archives: desember 2006

Leiðrétting 2

Einhverjir munu hafa skilið síðustu færslu sem svo að ég væri að hnýta í Einar Má (!), svo greinilega er það ofsögum sagt að ég geti tjáð mig á skiljanlegri íslensku. Síðasta færsla segir, í sem fæstum orðum, að það sé kjaftæði að list eða fræði geti versnað af þau komast í tísku. Dæmi um […]

Nietzsche-klisjan 11

Jæa, hér hefur ekkert verið sagt af viti í alltof langan tíma. Bæti ég úr því hérmeð ellegar verð að gjalti sjálfum mér til ævarandi sproksetningar í sérhverjum afkima mannfélagsins. Sjáum hvort gerist. Það er fáránlega klisjukennt, þreytt og fíflalegt að vitna í Nietzsche, gæti maður haldið, kannski ekki síst eftir að Englar alheimsins varð […]

Dómar 2

Fínir dómar komnir um bókina. Sá fyrsti raunar alveg óopinber frá henni Hörpu, en hún fer svo fögrum orðum um bókina að meira að segja netsjálf mitt roðnaði við lesturinn. Svo birtist á Kistunni dómur Þórdísar, sem heldur er ekki af lakari endanum. Gott ef þar kemur ekki fram allt það sem mér finnst mikilvægt […]

Keppni! 20

Hvernig ætli almennt viðhorf til íslensks máls væri ef BA-nám í greininni yrði fært inn í aðalnámsskrá … væri hægt að ímynda sér heila þjóð íslenskufræðinga? Annars lýsi ég hérmeð eftir klúrum, íslenskulegum myndlíkingum á formi pikköplína. Dæmi til viðmiðunar: „Hæ, ég er að rannsaka hvort stunur geti verið fónem undir vissum kringumstæðum. Viltu taka […]

Uppboðshúsið í eyðimörkinni 2

Undarleg tilfinning þegar strætóbílstjórinn yfirgaf vagninn orðalaust og hljóp inná Grandakaffi í andlega yfirhalningu. Einn inni í vagninum sat ég og horfði yfir höfnina á borgina hinumegin. Skrítið að ég hafi aldrei tekið eftir því áður að Grandinn stendur eiginlega utan þéttbýlis. Reykur sté upp frá borginni hér og hvar, datt ekkert í hug því […]