Blóðbankinn, vampírur og Háskólinn

Mér finnst óþægilegt þegar fólk kemur hingað inn gegnum tengil í tölvupósti. Þá get ég ekki fyrir nokkra muni vitað hvað það er sem fólk er að senda sín á milli eða hvað það er að segja. Hið sama gildir um lokaðar spjallrásir.

Einu sinni lá það raunar beint við, þá hafði ég bloggað um Blóðbankann, b2.is og geimur.is höfðu veitt því athygli og hingað flæddi fólk inn vikum saman gegnum þá miðla. Svo gerist það að ég fæ starfsfólk Landspítalans inn á síðuna í hrönnum gegnum póstþjón spítalans. Skömmu síðar fór Þorkell að láta tappa af sér (talandi um, löngu kominn tími á að ég skreppi) og meinatæknirinn sagði honum sína útgáfu af sögunni.

Næst heyrði ég söguna frá ömmu minni, svo mömmu. Báðar vinna þær á sínum hvorum spítalanum. Sagan gekk bókstaflega fjöllunum hærra og alltaf varð hún skemmtilegri í hvert sinn sem ég heyrði hana. Já, bíðum, hvert er ég kominn? Allavega, menn eru að koma hingað inn gegnum lokaðan póstlista í Háskólanum. Og ég er forvitinn að vita hvað er svona merkilegt.

Ætli hann snjói á Kilimanjaro?

Það vill svo til að áttin breyttist ekki hót allan tímann. Svo vill til að það snjóar í hina. Ber það í sér fyrirboða um betri tíð með blóm í haga? Látum það fara eftir hendingu.

Það er alltaf eitthvað skrýtið og torsótt handan við sjóndeildarhringinn, lýsist með orðinu kannski. Kannski það beri í sér fyrirboða um betri tíð? Látum það vera svo – svo fremi sem við getum.

Að öðru, það sést æ betur eftir því sem á líður að sjaldnast verður nokkuð að gert nema bíða og sjá hvernig fer. Kannski þess vegna mannkynið leiti í spádóma. Nú, stjörnuspáin mín stangast á við áramótaheitið:

Sterkur? Þú ert eins og stórveldi og býrð yfir nægilegum mætti til þess að ljúka mörgum dagsverkum á einu síðdegi. Ef þú gerir það hefurðu tíma fyrir nýtt áhugamál sem kemur upp í vikulokin.

Takk, Holiday Mathis! Höfðaðu áfram til múldýrsins innra með mér og það fær hjartaslag fyrir þrítugt.