Blóðbankinn, vampírur og Háskólinn

Mér finnst óþægilegt þegar fólk kemur hingað inn gegnum tengil í tölvupósti. Þá get ég ekki fyrir nokkra muni vitað hvað það er sem fólk er að senda sín á milli eða hvað það er að segja. Hið sama gildir um lokaðar spjallrásir.

Einu sinni lá það raunar beint við, þá hafði ég bloggað um Blóðbankann, b2.is og geimur.is höfðu veitt því athygli og hingað flæddi fólk inn vikum saman gegnum þá miðla. Svo gerist það að ég fæ starfsfólk Landspítalans inn á síðuna í hrönnum gegnum póstþjón spítalans. Skömmu síðar fór Þorkell að láta tappa af sér (talandi um, löngu kominn tími á að ég skreppi) og meinatæknirinn sagði honum sína útgáfu af sögunni.

Næst heyrði ég söguna frá ömmu minni, svo mömmu. Báðar vinna þær á sínum hvorum spítalanum. Sagan gekk bókstaflega fjöllunum hærra og alltaf varð hún skemmtilegri í hvert sinn sem ég heyrði hana. Já, bíðum, hvert er ég kominn? Allavega, menn eru að koma hingað inn gegnum lokaðan póstlista í Háskólanum. Og ég er forvitinn að vita hvað er svona merkilegt.

2 thoughts on “Blóðbankinn, vampírur og Háskólinn”

  1. Sem minnir mig á það að það er orðið alltof langt síðan ég lét tappa af mér síðast. Örugglega komnir að verða 5 mánuðir…sem er bara skömm.

Lokað er á athugasemdir.