Á Árnastofnun

Ég ákvað að prófa lesaðstöðu Árnastofnunar, þó ef til vill í helst til sakleysislegum erindagjörðum:

Áttu hér eintak af Snorra-Eddu? Tjaá, hér er allavega eitthvað, svaraði bókavörðurinn og rétti fram velmeðfarna bók bundna í skinn.

Ég sest inn á lessal og opna bókina: „Snorra-Edda ásamt Skáldu og þarmeð fylgjandi ritgjörðum eftir gömlum skinnbókum. Útgefin af R. Kr. Rask, prófessor og öðrum bókavörð Kaupmannahafnar Háskóla, Stockhólmi 1818. Prentuð í hinni Elménsku prentsmiðju.“

Hér er ekki skafið ofanaf hlutunum. Ef ég bæði um Trektarbók, ætli mér yrði afhent svona eitthvað innanúr skotheldum glerskáp?

Hér er annars gott að vera og allir afar notalegir við mig.