Svarað í símann: Ég: Já? Rödd: Er það Arngrímur? Ég: Já, það er hann. Rödd: Rithöfundurinn?
Categories: Úr daglega lífinu
Svarað í símann: Ég: Já? Rödd: Er það Arngrímur? Ég: Já, það er hann. Rödd: Rithöfundurinn?
Categories: Úr daglega lífinu
Ég keypti mér svona skratta um daginn til að hjálpa mér að vakna á morgnana. Jæa, nú í morgun hrökk ég dálaglega upp við morðtólið um það leyti sem ég var loksins að sofna. Það verður bara að hafa það, sumir dagar byrja einfaldlega ekki eins vel og aðrir. Goðafræði Snorra-Eddu eftir klukkutíma. Ég hef […]
Categories: Námið,Tungumál / málfræði
Þegar maður horfir út yfir fannbreiðuna á sunnudagsmorgni finnst manni eins og aldrei aftur muni orð verða sögð.
Categories: Hugleiðingar
Hvað gerir sá sem nennir ekki að fara að sofa? Nú, hann kennir sjálfum sér að lesa heil-, hálf-, fjórðu-, áttundu- og sextánduhluta nótnatakta. Já, það gerir hann. En lætur ekki þar við sitja. Onei, hann kennir sjálfum sér einnig að spila á píanó – án kennsluefnis. Tveir dúrar, A og G, auk Dm. Svo […]
Categories: Eigin verk,Tónlist
Mér finnst óþægilegt þegar fólk kemur hingað inn gegnum tengil í tölvupósti. Þá get ég ekki fyrir nokkra muni vitað hvað það er sem fólk er að senda sín á milli eða hvað það er að segja. Hið sama gildir um lokaðar spjallrásir. Einu sinni lá það raunar beint við, þá hafði ég bloggað um […]
Categories: Uncategorized
Það vill svo til að áttin breyttist ekki hót allan tímann. Svo vill til að það snjóar í hina. Ber það í sér fyrirboða um betri tíð með blóm í haga? Látum það fara eftir hendingu. Það er alltaf eitthvað skrýtið og torsótt handan við sjóndeildarhringinn, lýsist með orðinu kannski. Kannski það beri í sér […]
Categories: Hugleiðingar
Ef þú horfir nógu lengi í hyldýpið, þá horfir hyldýpið tilbaka á þig. Moggabloggarar tjá sig um fréttir, Mogginn kommentar á moggabloggið tilbaka. Nú er þess aðeins að bíða að moggabloggið kommenti á moggafréttina um moggabloggið og mogginn geri frétt um það.
Categories: Fjölmiðlar
Minna þekktur bróðir Osama bin Laden heitir Yeslam Binladin. Sýnir það svart á hvítu að Osama hefur tekið upp listamannsnafn, líkt og kollegi hans Doktor Sýkill, sem einnig ber annað ættarnafn en systkini sín eins og glögglega sést í Saudiarababók.
Categories: Fjölmiðlar
Skreytum hús með greinum grænum. Gleði ríkja skal í bænum. Deilum trjánum með öllum hinum og fleygjum þeim út á götu. Falla lalla la, tra lalla la. Skyldi vera sami aðilinn sem á stærsta tréð og stærsta jeppann? Kannski hann geti keyrt yfir það, ég get það ekki.
Categories: Úr daglega lífinu
Árið 2006 var dálítið eins og að eiga í reiptogi við ósýnilegan her, kippa einu sinni í en duglega, draga svo heilu hendurnar inn eins og fiska á færi. Allt sem ég gerði var eitthvað svo öfgakennt, fór einhvern veginn svo langt yfir strikið. Að því sögðu gæti samlíkingin virst skrýtin ef litið er til […]
Categories: Hugleiðingar