Monthly Archives: janúar 2007

Breytingar 0

Þeir sem vilja sjá gamla Sólheimasafn – þ.e. eins og bókasafn en ekki eins og plasthylki – hafa mánuð til að gera það núna, upp á dag. Eftir það verður því breytt til hins verra. Þessari síðu verður sömuleiðis breytt, líklega í kvöld, en ég veit að þær breytingar verða til hins betra. Enda er […]

Á milli daga 0

Ég lýsi yfir að dagurinn í dag er sá dagur sem fellur á milli daga og er því ekki dagur í neinum skilningi. Þess vegna hlusta ég á In Between Days með Cure. Fann snert af eilífðinni á Brennslunni sem nú er yfirborðslaus á yfirborðinu, en það var kannski stundarbrjálæði. Enda eilífðin ekki til í […]

Lífið er leikur 0

Stóð fyrir stundu við suðurgluggann á íbúðinni og reykti. Í efsta glugga húsagarðsins á móti sá ég spegilmynd lítillar telpu hoppa á rúmi á fjórðu hæð hússins við hliðina. Hún hoppaði án afláts, og án sýnilegrar skemmtunar. Það var undarlega róandi á að horfa. Og kannski er lífið einmitt spegilmynd af slíkum leik sem ætíð […]

Djamm segirðu? 0

Í öllu falli var gærkvöldið áhugaverð mannlífsstúdía, þótt ekki yrði meira sagt. Skúli átti afmæli og óskist honum enn og aftur til hamingju með það. Ég fór raunar heim snemma vegna fullstífra lifraræfinga en endaði samt inni á skemmtistað í stutta stund, hafði í það allra minnsta vit á að drekka ekki neitt meðan ég […]

Dagur í lífi prinsípmanns 2

Ég svaf líklega ekki meira en þrjú kortér í fyrrinótt áður en ég mætti til vinnu á safnið klukkan tíu. Um eftirmiðdegið kom í ljós að ég átti að mæta klukkan tólf, en mér fannst næg réttlæting í að hafa mætt tveimur tímum of snemma og hafa fengið far fremur en hitt. Þá bauðst mér […]

Fokkíng skaupið Slökkt á athugasemdum við Fokkíng skaupið

Svona fyrst ég er farinn að hrauna yfir fólk, þá var skaupið hörmulegt. Mér stökk varla bros allan tímann. Það hefði verið fyndnara að vitna í moggabloggara blogga um hvað Fréttablaðið og Moggabloggið sé frábært en Morgunblaðið ömurlegt, hvað líði ritstjórnarstefnu sjónvarpsdagskrárinnar eftir að SME hrökklast þangað af DV og hver brjóti um.

Færslan sem vatt upp á sig 0

Klukkan að ganga 10 gekk ég Hagamelinn úr heimsókn til Einars Arnar þar sem ég sótti hlut sem ég hafði (á afar vafasaman hátt) unnið í uppboði hans til styrktar börnum í suðaustur Asíu. Mér hefði í raun verið sama þótt hinn náunginn hefði fengið það, mann munar ekkert um smá peninga í þágu góðs […]

Lengi lifi! 0

Kaninkan er upp risin og flutt til Ameríku, líkt og lítið hlutfall bloggara hennar. Við sem heima sitjum reynum að hafa það náðugt þrátt fyrir illa krambúleraða líkama eftir hasarinn á nýársnótt. Til að gera langa sögu stutta datt ég ofan á bjórflösku, braut hana og marðist talsvert. Daginn eftir vaknaði ég með hamborgara við […]