Af Bréfum til Sólu

Mig grunar að hinir hrifnæmu vildu helst ekki vita mikið um samband Þórbergs og Sólu áður en þeir lesa bréfasafnið, sér í lagi ekki hið eina réttnefnda Bréf til Sólu í allri sinni 70 blaðsíðna heift, sem af einhverjum ástæðum var ekki gefið út með hinum. Síst mun þeim sömu hugnast að kunna skil á svívirðilegum málalokunum áður en bréfin eru lesin.

Ég þekki til þessara atriða og sit því næsta gapandi yfir bréfunum. Hvað var maðurinn að hugsa? Halldór Guðmundsson tekur þó ekki eins djúpt í árinni og ég þegar hann segir: Þetta er ein af mörgum ráðgátum í lífi Þórbergs. Minna mætti það varla vera.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *