Monthly Archives: júlí 2007

Hrefnur 10

Áðan ók ég á nýja bílnum mínum út í búð, þar sem ég endaði á að kaupa mér hval á grillið. Á leiðinni heim tók ég eftir að búðin stendur við Hvaleyrarbraut, sem reyndist liggja í boga upp á nærliggjandi holtið og niður aftur þar sem hún tengist Hringbrautinni beint. Hvaleyrin sjálf var merkileg útlits […]

Hafnarfjörður 14

Ég dey. En hérna er ég. Ég kveð Öldugötuna með þjósti, í tuttugu kílómetra fjarlægð frá næsta (almennilega) öldurhúsi sem ekki er troðfullt af víkingabastörðum, þótt slíkt lið fyrirfinnist líka í Reykjavík. Ég hef pönkast mjög undan þeirri ráðstöfun að flytja hingað og gert því skóna að í stað Esjunnar fengi ég Keili útum stofugluggann. […]

Ó nei! 1

Tunglið brennur!!!!

Fallegur dagur 3

Gott er á góðum degi að taka rúnt niður á bókasafn og krækja sér í einhver rit til að glugga í með tvöföldum espresso á einhverju útikaffihúsinu (enda dugir reykingamönnum skammt að sitja inni). Á svona degi er líka viðbúið að mörgum kunnuglegum andlitum bregði fyrir í bænum og sú óviðfelldna hundraðogeinntilfinning lætur á sér […]

Kalda stríðið II 0

Fyrst það virðist liggja í loftinu er réttast að árétta Ginsberg: America you don’t really want to go to war. America it’s them bad Russians. Them Russians them Russians and them Chinamen. And them Russians. The Russia wants to eat us alive. The Russia’s power mad. She wants to take our cars from out our […]