Fyrsta skafa vetrar

Titill þessarar færslu er til heiðurs Sigurði Pálssyni sem var svo huggulegur að deila með mér bensínstöð nú í morgun. Hann stakk líka upp á þessum titli þegar hann sá að ég var orðinn stoltur eigandi minnar fyrstu sköfu.

Á annarri bensínstöð hafði ég séð þá furðu gerast að biðröðin útaf planinu beit í halann á röðinni inná planið einsog hysterískur jörmungandur. Engin furða að hún komst ekkert áfram. Líklega allir að kaupa sköfur.

Svo þegar ég renn á háskólaplanið sé ég að það er búið að spreyja „Tittlingar námu völd!“ eftir endilöngum Odda. Sama bylting og þegar Gervimaður Evrópa tók yfir sæti rektors, eða ný? Gildir einu, ljóðið er komið til að vera, og þótt fyrsta skafa vetrar ylji kannski ekkert sérstaklega, þá skefur hún fjandi vel.

Hvernir er það annars, er ekki fjandi barnalegt að röfla yfir endurútgáfu vafasamra tuttugustu aldar bókmennta á sama tíma og tvö- til þrjúþúsund ára gömul skræða sem inniheldur vægast sagt trénuð viðhorf, sem haldið er að börnum, er endurútgefin í n-ta sinn?

9 thoughts on “Fyrsta skafa vetrar”

  1. Þú hefur vænti ég ekki misst af umræðunni. Það eru miklar umræður um réttmæti þess að endurútgefa Tíu litla negrastráka.
    Það er vissulega viðurstyggileg bók, en á sama tíma er önnur ekki síður vafasöm bók gefin út og enginn segir neitt af viti. Báðar lenda á metsölulista á sama tíma. Hvernig ætli standi á því?

  2. Já, þarna … hvað heitir hún aftur … Biblían! Það er spurning hvort maður ætti ekki að kvarta eins og þegar Hannes Hólmsteinn kvartaði þegar Ríkið eftir Platón var gefið út.

Lokað er á athugasemdir.