Bókmenntaþátturinn Garðskálinn

Garðskálinn er kominn til að vera, við Jón Örn höfum samstillt huga okkar að því marki að fegra grunngildi íslensks bókmenntasamfélags, að hífa upp fagurfræðina, að bjarga samfélaginu gegnum listfengi! En umfram allt, að vera bóhem.

Þátturinn hefur nú gengið í langt á eina viku við töluverðar vinsældir allra áhorfenda, og því kynnum við með stolti þátt númer tvö. Umræðuefnið að þessu sinni er súr realismi, auk hins hefðbundna uppáhalds þematengda ljóði þáttastjórnenda. Nýr dagskrárliður að þessu sinni er skáld vikunnar, sem að þessu sinni er Johnny Triumph, og verður sérstaklega litið til nýútkominnar ljóðabókar hans, sem ég man ekki alveg hvað heitir.

6 thoughts on “Bókmenntaþátturinn Garðskálinn”

  1. Flott myndband . Rosalega ertu fyndnn og mikið með góðri hugmynd með þumlann upp. Hvaða bók varstu að sýna þarna í myndbandinu? Gott að skrifa ljóðskáldið . Var þetta í sjónvarpinu?

Lokað er á athugasemdir.