Monthly Archives: október 2007

Nútíminn er hér 6

SMS skilaboð dynja á símanum á ferð minni um Vogana, mér skilst að nærveru minnar sé tafarlaust óskað á MSN. Ég keyri upp að Sólheimasafni, opna tölvuna og nýti mér þráðlaust netsamband. Fáránlegur gjörningur, ég veit. Í gær bauðst mér hins vegar að láta Breta á sextugsaldri „nudda“ mig fyrir 150 pund, eftir að ég […]

Ég er ekki tré 0

Ég er enn tæplega sofnaður síðan í gær. En góðir hlutir eiga til að koma á fáránlegustu stundum, og þannig fékk ég hugljómun alltof snemma í morgun sem gerir mér kleift að skrifa alla næstu viku og vonandi margar vikur í kjölfarið. Ég er þó ekki frá því að ég hafi dottað í örskotsstund og […]

Ég er tré 0

Ég kenni skammdeginu um eirðarleysið og síþreytuna og er almennt furðulega staddur þykir mér. Ég er ekki alveg klár á hvenær dagurinn hætti að nýtast til verksins. Kannski þegar ég eyddi heilum degi á Bókhlöðunni án þess að gera handtak.

Rannsóknir á hvítusvipmótun 1

Ég mæli með því við alla að kynna sér hvernig þeir geti átt beinan þátt í að rannsaka lækningu á krabbameini, parkinsons o.fl., án þess að gera neitt. Gunnar J. Briem bendir á forrit sem hægt er að sækja, sem nýtir vinnsluminni sem annars færi forgörðum, til þess að vinna úr gögnum sem það sækir […]

Leiðréttingar pars I 26

Þeir sem þekkja mig vita að ég er allajafna afar hófstilltur maður (nema rétt meðan ég er ölvaður). Hins vegar eru nokkur atriði sem fara svo óheyrilega í taugarnar á mér að ég fæ ekki annað af mér en leiðrétta þau. 1. Málfræðingar eru ekki langskólagengnir til að leiðrétta allt sem þú segir. Þá er […]

Bókhlöðublogg 19

Fleygði kettinum ofan af sænginni eldsnemma í morgun til að: a) Láta taka mig í gíslingu, stokkhólmseinkennið er raunar víðs fjarri. b) Setjast inn á bókhlöðu með blóðnasir á þriðja degi, vona að bókavörðurinn sjái ekki dýrðina. c) Hlusta á regnið og muna ekki af hverju ég kom hingað. Uppfært kl. 11:37 Kaffið á Hlöðunni […]

Heima 6

Flugfargjöld 6

Fyrsti tíminn í forníslensku í dag fór allur í að skipuleggja, panta og borga fyrir tengiflug frá London til Milano. Ég lendi varla í tímahraki milli véla, því á leiðinni utan þarf ég að bíða í um fjóra tíma en kringum sjö á leiðinni tilbaka (já, ég kem aftur) þótt ég muni það nú ekki […]

Aldrei fór það ekki svo … 2

að Google Earth instilleraði mig með einhverri bakteríu. Á dagskrá morgundagsins er eftirfarandi: Kaupa flugmiða til Milano.

Stiklað á ekki svo stóru í hinu smáa 0

Fyrir helgi sá ég fyrstu norðurljós vetrarins slæðast fyrir fullt tungl yfir höfninni í Hafnarfirði, þótt þau vörðu nú heldur skammt. Í kuldanum ákvað ég að taka örstuttan göngutúr um smábátahöfnina og komst að raun um að ekki einungis eiga Hafnfirðingar ögn smekklegri tilbrigði við Litla kaffivagninn, heldur er þar einnig að finna sjálfsafgreiðsludælu frá […]