Monthly Archives: nóvember 2007

Að gera [sic] rannsókn 9

Fátt mun ungum manni hollara en láta letina lönd og leið og drífa sig út í hinn stærri heim að gera rannsókn. Hef troðið fætinum inn hjá einum skóla og vantar annan, en það er í vinnslu. Rannsóknir eru skemmtilegar. Því miður hef ég ekki staðið mig sem skyldi á þessari önn. Eins og staðan […]

Afsakið hlé búið 0

Ég er með afskaplega fínan teljara á þessari síðu, á stundum mætti segja hann vandræðalega góðan (hann nær öllum tenglum nema af MSN, já líka úr pósthólfum). Og þar sem ég annars veit ekki hvernig ég á að koma orðum að því þá segi ég bara sem er, að ég vona að Þórunn Hrefna hafi […]

Afsakið hlé 2

Þriðji þáttur Garðskálans!! 1

Þriðji þáttur Garðskálans er kominn! Húrra! Í þessum þætti tókum við Jón fyrir póstmódernisma. Nokkur bið varð á vinnslu þáttar vegna slagsmála sem fylgdu í kjölfar upptaka (og á meðan). En hann hefur nú loks verið sendur út. Bókmenntafræðingurinn knái (og ekkisens blaðasnápurinn sem aldrei sér Rassopúlos í friði), Ásgeir H Ingólfsson, var meðal tilraunaáhorfenda. […]

Heimasíða Garðskálans 3

Ég vek athygli á að Bókmenntaþátturinn Garðskálinn (smellið á tengilinn) hefur eignast sína eigin heimasíðu sem finna má í tenglasafni hér efst hægra megin. Þar má nálgast alla þætti Garðskálans hingað til sem hér eftir. Þar eru einnig tilvitnanir í fólk sem kunni að meta framtakið, allt frá framúrstefnunni í Finnlandi til lífskúnstnera á Spáni. […]

Lífið er yndislegt 8

Þessir ljóðarúnkarar hafa drullað rækilega yfir bifhjólafólk í gegnum tíðina, og alveg spurning hvort við gerum nú ekki það sama við þau í vetur? „Ritstjórn” Mengellu þarf eflaust að passa sig á að taka stóra sveiga framhjá mótorhjólaumboðum, hjólhýsum og Bar 11 hér eftir. Ég elska staðalmyndir. Og ljóðarúnkarar er klárlega orð dagsins.

Ég er blogg 0

Ég fékk æðislega yndislega hugmynd svona milli þess sem ég vildi ekki vaka og gat ekki sofnað sem í framkvæmd kemur til með að útvega mér tíma í staðinn fyrir peninga og gera mig fátækari en ella – sem er alltaf gott svo það sé til nokkurs að kvarta, ekki síst á bloggsíðu sem þessari. […]

Ergi 4

Mér finnst ekki skemmtileg þessi örfáu skipti sem ég rýf siðferðismúrinn í vinnunni. Alstaðar kringum mig hlutir sem ég vil ekki sjá þessa dagana.

Höfundar 8

Ég velti því stundum fyrir mér þegar ég heyri rithöfunda ræða bækur sínar hvort þeir hafi nokkra hugmynd um hvað þeir voru að skrifa.

Inn aldni bóhemus 2

Ef hún amma mín hefði séð mig svona líka huggulegan og heimilislegan að prófa nýja vöfflujárnið frá vinnufélögunum, mælandi út deigið með bjórglasi. Mér fannst það liggja beint við, ef mæla þarf fimm desilítra af vatni þá er bjórglas langhentugast, og í raun alveg sjálfstæð mælieining. Á meðan þessi orð eru rituð mallar kaffið á […]