Monthly Archives: desember 2007

Þrumuveður 0

Þrumuveður voru tíð í æsku minni á Ítalíu og mér fannst þau jafnan spennandi. Á Spáni fyrir rúmum tveimur árum fylgdist ég með þrumuveðri úti fyrir hafi en kunni illa við vilja meirihlutans til að fara út á efstu svalir hótelsins til þess arna. Nú þegar ég upplifi þrumuveður á Íslandi verður mér lítt um […]

Serjeant at Arms 3

Halldór bloggar um dálæti sitt á breska þinginu. Í ljósi þess vil ég benda á eftirminnilega færslu Atla Freys um embættisskyldur Serjeant at Arms. Það hefði verið skondið ef Halldór Blöndal hefði hlaupið með brugðið sverð á eftir Jónsa í SigurRós á sínum tíma, þegar síðarnefndi ætlaði allt vitlaust að gera uppi á þingpöllum í […]

Þegar strætóskýlin springa 9

Fregnir af óveðrinu eru farnar að minna á storminn sem gekk yfir höfuðborgarsvæðið í apríl 1991. Þá braut rokið grindverk með föður mínum og reif upp stærsta tré Laugarneshverfisins með rótum og lagði snyrtilega yfir Kirkjuteiginn, eins og til að varna djörfum foreldrum frá að keyra börnin sín í skólann. Gott ef það voru ekki […]

Manifestó 13

Sjitt. Eltast við konsept eltast við konsept eltast við konsept. Ég lýsi hérmeð konseptið dautt já, og þemu einnig. Komið nóg af þessu kjaftæði.

Rok 3

Í fyrra þegar stormurinn gekk yfir sat ég inni á Öldugötu við kertaloga, drakk bjór og horfði á sjónvarp, milli þess að ég blaðaði í einhverjum skræðum. Kertin þurfti ég vegna rafmagnsleysis í íbúðinni en sjónvarpið virkaði nú samt. Svaka rómantískt alltsaman. Það þótti ansi hvasst þetta kvöld, en það aftraði okkur Jóni Erni ekki […]

Ljóðabækur 4

Þá er að snúa sólarhringnum við. Hvað er betra að hafa fyrir stafni þegar þannig er ástatt hjá manni en endurraða í ljóðabókahillunni? Var með hillumetrana mína tvo alla í stafrófsröð en hef nú komið öllum nýrri bókum fyrir í ógeðslegu lerberghillunni minni, sem er hryllilegur geymslustaður fyrir allt nema kassa en verður að duga. […]

Afsökun og DVD 4

Blogginu um veginn hefur borist afsökunarbeiðni fyrir neðanvitnaðri grein. Hún er að sjálfsögðu tekin til greina, enda engin ástæða til að standa í illdeilum við fólk fyrir litlar sakir. Þá má alltaf minnast þess að síðast er ég fékk bréf var þessu öfugt farið (sjá hér). Sú athugasemd beindist raunar ekki gegn því versta sem […]

Latte, treflar og mannlífsskoðun 19

Þetta fann ég á netinu: Mengella virtist hafa unun af því að skrifa um Arngrími Vídalín . Ungan og vonlausan ljóðahöfund sem heldur að það sé flott að sitja á kaffihúsi með Café Latte og trefil , horfa á mannlífið , yrkja ljóð og búa til þætti eins Garðskálann sem hægt er að sjá á […]

Markalínan færist enn 0

Stundum vaknar maður upp og finnur til forréttinda sinna. En það er aldrei á slíkum stundum að tilefni sé til að gleðjast yfir.

Þriggja spora kerfið 0

1. Vinsamlegast farið hingað. 2. Kaupið bókina, hún er um margt dásamleg. 3. Kópí-peistið þriggja spora kerfið yfir á ykkar síðu.