Monthly Archives: janúar 2008

Af engu og öllu 0

Við hlið mér býr beljaki sem kastað getur bílum langar vegalengdir, ef honum væri ekki svo umhugað um eignarréttinn. Í dag þarfnaðist ég þjónustu hans sárlega, og bað þess í hamandi brjósti mér sem ég hringdi bjöllunni að hann væri ekki í austurvegi að berja á tröllum. Svo reyndist ekki vera, en til dyra gekk […]

Almennilegt 11

Veðrið í gær var stórmagnað. Það hefur raunar sína ókosti að sækja nám til Reykjavíkur ef maður býr í Hafnarfirði. Ekki síst ef maður hefur hangið yfir kaffibolla til lokunar kaffistofu Árnagarðs, gerir svo tilraun til að skafa af sumardekkjuðum bílnum þótt það þýði lítið í ofankomunni, og uppgötvar eigi fyrr en í miðri ösinni […]

Leto og svanurinn 0

Les Ármann þetta ennþá? Ég velti nefnilega fyrir mér hvort hér sé komin viss höggmynd sem á var minnst í tíma í dag. Hér má svo aftur sjá aðeins, uuhh … rómantískari útgáfu. Ég tek fram að áfanginn fjallar ekki eingöngu um kynusla og bindikynlíf heiðins menningararfs.

Gefins bækur – uppfært 30

Ég vil gefa eftirfarandi bækur, og jafnvel sitthvað fleira. Sumar þeirra eru merktar Borgarbókasafni en því má í flestum tilfellum bjarga. Pantanir í athugasemdum, afhending fer eftir samkomulagi. Yfirstrikaðar bækur eru fráteknar: Advent Im Hochgebirge (Aðventa) – Gunnar Gunnarsson Augu þín sáu mig – Sjón (merkt Borgarbókasafni) – Erla Eyrbyggja saga (merkt Borgarbókasafni) – Óli […]

Að vera andsofa 0

Það er kannski rétt að geta heimilda við síðustu færslu, en vel ríflega þær upplýsingar sem þar er að finna fékk ég í Símenntunarstöð Háskóla Íslands, það er að segja, kaffistofunni í Árnagarði. Auðvitað hlaut ég að vakna klukkan fjögur á laugardegi þegar ég gæti ekki innt þann gjörning til að leysa höfuð mitt að […]

Nördismi dagsins 0

Til er sterkbeygða sögnin þysja í íslensku máli sem eingöngu hefur varðveist í þátíð, þusti. Sögninni skylt er karlkyns nafnorðið þys, sem nær eingöngu þekkist með orðasambandinu ys og þys. Nútíð sagnarinnar hefur verið endurupptekin í íslensku ásamt veikbeygðri þátíð, þysjaði, og merkir aðdrátt (zoom á ensku). Einnig eru til svonefndar þysjuvélar, til dæmis Þjóðarbókhlöðunni, […]

Og verkefnastaflinn vex … 0

Til að fagna töluvert hærri launatékka þann 1. mars næstkomandi keypti ég Skáldið á daginn eftir Jóhamar. Varð að sjá um hvað þessi mærðargeðveiki snerist, og ég verð að segja að ég er sammála flestum dómum. Er hálfnaður með bókina í fyrsta holli og það sem ég hef hingað til lesið er stórgott. Þann fyrsta […]

Lífsgæðavændið heldur áfram 2

Góðir hlutir gerast einhvernveginn. Á dögunum samdi ég við ýmsa lánadrottna sem reyndar voru svo skilningsríkir að þeir buðust til að lána mér enn meiri peninga. Hafði nú vaðið fyrir neðan mig í þetta skiptið. Á sama tíma falaðist ég eftir meiri vinnu hjá Borgarbókasafni en var heldur vonlítill. En símtal sem ég fékk nú […]

Í dag 0

Eftir furðulega martröð um að málstofan um ljóðlist sem ég sæki á þessari önn hefði reynst vera hræðilegt gubbs galore fór ég í bókabúð. Fékk mér til eignar Animal Farm og 1984 eftir Orwell, saman í bók á spottprís, 2004 eftir Hauk Má og Riddarann sem var ekki eftir Italo Calvino, sem kúrði ofan í […]

Morgunfærsla 8

Hvað gerir maður sem hefur vakað af sér nóttina til að leiðrétta svefntímann? Fer í vinnutúr á Þjóðarbókhlöðuna? Mætir til vinnu á frídegi og skrifar stykki sín innanum herskara lánþega? Skrifar þau heima hjá sér með birgðir af múslírúnstykkjum með skinku og osti úr Voru daglegu brauði og drekkur nýlagað kaffi með? Í rúminu þá […]