Post jucundam juventutem

Í gær kynnti ég úrslit í fyrstu vonandi árlegu ljóða- og smásagnakeppni MS (skólans). Þá reyndi ég að halda stutta tölu um ljóðlist almennt en neyddist hálfpartinn til að hætta við af því krakkarnir kjöftuðu bara á meðan. Óskaði þeim að endingu gleðilegrar árshátíðar áður en ég gekk út með snert af nostalgískri melankólíu.

Ég skil það reyndar vel að þau hafi ekki nennt að hlusta á leiðinlega ræðu um ljóð þegar mestu áhyggjur þeirra þá stundina snerust um hver myndi kaupa handa þeim í ríkinu. Svo les maður um afrek þeirra með morgunkaffinu og saknar þess ekki lengur að detta í það á fimmtudögum.