Monthly Archives: febrúar 2008

Óvíð – Sófóklíð? 6

Í fyrsta tíma í janúar lýsti Gottskálk Þór Jensson, kennari minn í bókmenntasögu, því yfir að hann tæki ekki í mál að lesa yfir ritgerðir þar sem enskar útgáfur nafna væru notaðar þegar fullkomlega góðar íslenskar útgáfur væru til. Ég var hjartanlega sammála honum þar til ég komst að því hvað „góðar íslenskar útgáfur“ þýddi. […]

Skype 0

Talandi um banka, þá er hér ókeypis hugmynd: Að þjónustuver banka og kreditkortafyrirtækja bjóði ferðalöngum erlendis upp á þjónustu gegnum skype. Nema fjármálafyrirtækin eigi í samráði við fjarskiptafyrirtækin um að gera það ekki, þá myndi ég skilja hvers vegna þeim þætti það ófýsilegur kostur.

Bankinn 0

Í gær hringdi ég í bankann og bað um hærri yfirdrátt. Eftir vinnu kom ég svo við á bensínstöð, en tortrygginn að vanda reyndi ég fyrst heimildina áður en ég dældi. Eins gott líka. Í dag hringdi ég í bankann og ítrekaði beiðnina. Mér var sagt hún væri komin. Eftir lokun bankans að sjálfsögðu dröslaði […]

Kall náttúrunnar 0

Á dögunum kom faðir minn að stærðarloðinbarði inni í svefnherbergi sínu, og lýsti því yfir sigri hrósandi að dyrnar hefðu verið lokaðar og þar af leiðandi hefði enginn getnaður átt sér stað við heimasætuna. Ég útskýrði mökunaraðferðir katta fyrir karli föður og kvað kisu fullgamla fyrir slíkan gjörning, hún mætti best vita það sjálf hvað […]

Post jucundam juventutem 4

Í gær kynnti ég úrslit í fyrstu vonandi árlegu ljóða- og smásagnakeppni MS (skólans). Þá reyndi ég að halda stutta tölu um ljóðlist almennt en neyddist hálfpartinn til að hætta við af því krakkarnir kjöftuðu bara á meðan. Óskaði þeim að endingu gleðilegrar árshátíðar áður en ég gekk út með snert af nostalgískri melankólíu. Ég […]

Mér er spurn 10

Hver er munurinn á félagi gegn Pólverjum og stjórnmálaflokki gegn gyðingum? Sannast sagna þá hryggir það mig að lifa á tímum þegar reductio ad Hitlerum er hætt að vera rökvilla. Pólverjar eru 38.5 milljónir talsins, Íslendingar eitthvað um 300.000, þannig að Pólverjar búsettir hér á landi þyrftu að hlaupa á tug- ef ekki hundraðþúsundum til […]

Telygaflensubók 5

Mér hefur loksins tekist að brugga mér marokkóte svo líkist frummyndinni. Í litla teketilinn frá mömmu set ég um fjórar alltof fullar teskeiðar af strásykri, svo set ég álíka jafnt magn af tei í síuna. Sykurinn bráðnar nær samstundis í vatnið áður en yfirborðið nær upp að síunni. Tvöfalt mall, svona í einhverjum skilningi, eins […]

6

Salerni og samgöngur 5

Litla kynjafræðingnum innra með mér finnst það merkingarbært að konur og bekkir til bleyjuskipta deili jafnan salernum með hreyfihömluðum. Raunar hefur mér lengi þótt þessi kynjaaðgreining á salernum vera blátt áfram fáránleg. Eða allt þar til einhver rökfræðisnillingurinn sagði mér að konu hefði verið nauðgað af útlendingum á salerni skemmtistaðar af því þar skorti aðgreiningu. […]

Smooooooth 0

Bakarísstelpa: Eitthvað fleira? Ég: Já, áttu ástarpunga? Bakarísstelpa: Ha? Ég: Þú veist, svona ástarpung. Bakarísstelpa: Fliss, hvað er það? 😉 Ég: Það er svona … ööh, svona kúla með rúsínum inní. Bakarísstelpa: Tíhíhíhíhí, nei við eigum ekkert solleis, flissifliss.