Monthly Archives: apríl 2008

Ilmar af gullnu glasi – Montefalco Rosso 2

Vitaskuld gat ég ekki látið undir höfuð leggjast þegar sú mæta skáldkona Sigurlín Bjarney skoraði á mig að smakka vín fyrir Arnar hjá Víni og mat. Það er víst til siðs að taka fram ef maður hefur reynslu á þessu sviði og tilkynni ég því hérmeð að ég get ekki kallað sjálfan mig vínfrömuð að […]

Klassík 3

Prüfung 7

Mætti illa sofinn í munnlegt próf í dag, og tókst svo merkilega til að ég dró efnið sem ég hafði skrifað um og var þó flestu stolið úr mér. Ég hætti mér ekki til að leggja mat á slíka íróníu. Og hefst þá in mikla bið …

Af raunum námsmanns 1

Eftir árangurslausa tilraun til að festa kaup á skúffuköku í 10-11 (verðmerkt kr. 475) sökum ómegðar og nísku (kassaverð kr. 574) ákvað ég að leita á önnur mið um næringu. Þá varð ég þess áskynja að soltinni alþýðu hefur nú borist mikill liðsstyrkur með tilkomu Línu inn á samlokumarkaðinn þar sem Sómi og Júmbó hafa […]

Um óþarflega fundvísi Hildigunnar 4

Ég er svo gapandi bit. Hafið þið tekið eftir því að Skerjafjörðurinn er eins og Ingólfur Arnarson í laginu? Með réttu hugarfari má einnig sjá úr þessu bergrisann sem gætti Suðurlands í Heimskringlu. Þar er þá landvætturin komin. Skyldi Vopnafjörður þá vera í laginu eins og dreki? Svari mér fróðari menn, ég hef ekki kannað […]

Töff 2

Það er voðalega erfitt að finna sig skyndilega í félagsskap fólks sem maður á ekki í reglulegum samskiptum við og koma inn í umræður sem maður hefur engar forsendur til að taka þátt í. Þá er hægt að sitja og þegja sem er hreint ekki töff, eða laumast burtu sem er heldur ekki sérlega töff. […]

Altstadt bei Nacht 0

Fékk áðan í hendurnar eintak af tímaritinu Neue Rundschau. Þar er ljóð eftir mig í þýðingu Kristofs Magnussonar, meðal annarra í, innan í grein um Nykur. Á raunar eftir að lesa greinina því miðaldabókmenntir eiga hug minn allan um þessar mundir. En ég er ánægður með þýðinguna.

Gasalega merkilegt 14

Voða er fólk er alltaf ánægt með sjálft sig þegar því tekst að hanka lögregluna á einhverju í stað þess að leita eðlilegra skýringa. Gasmaðurinn er heitasta lumman á netinu um þessar mundir og vænta má að moggabloggarar þessa lands muni engjast um af hláturskrampa þegar Spaugstofan lætur Geira og Grana sprauta úða á kind […]

Einstigi 2

Mig dreymdi í nótt að ég væri að skila BA-ritgerð í bókmenntafræði. Leiðbeinandi: Hvað er þetta, það eru engin einstigi hérna? Ég: Ha? Leiðbeinandi: Það eru einstigi í þessari bók. Hann treður einstigi. Ég: Hvaða vitleysa … Leiðbeinandi: Þú verður ekki bókmenntafræðingur svona. Bókmenntafræði snýst um að troða einstigi. Lagfærðu ritgerðina eða hypjaðu þig.

Tárin við Rauðavatn 6

Jájá. Nú „loga bloggheimar“. Hef verið að horfa á beina útsendingu hér í vinnunni. Það skyldi þó aldrei vera að fólk dæmi aðstæður öðrum hvorum í vil án þess að vita nokkuð um aðstæður á svæðinu? Sómi lands og skjöldur mætir svo auðvitað á svæðið á einkabílunum til að kasta eggjum í sérsveitina. Flottir. Mætti […]