Hagstofa – Þjóðskrá

Hagstofan veitti mér þau svör að bannmerkingar vegna markaðssetningar væru á höndum Þjóðskrár. Fram að þessu hélt ég að Hagstofan ræki Þjóðskrá. Málið var þó leyst með einu símtali til Þjóðskrár, með þeim fyrirvara þó að það væri búið að selja nokkra lista fram í tímann, svo það gæti tekið nokkrar vikur fyrir „þetta að hætta“.

Fram að þessu hélt ég að ríkið seldi ekki persónuupplýsingar, en mér hefur nú skjátlast um sjálfsagðari hluti. Ef fólk vill hins vegar vita hvað Davíð Oddsson er að lesa þá er mér óheimilt að veita þær upplýsingar, af því að lög um persónuvernd ná yfir mitt starfssvið þótt þau nái ekki yfir Þjóðskrá. Finnst engum þetta skrýtið nema mér?

5 thoughts on “Hagstofa – Þjóðskrá”

  1. Svo er það þannig með ruslpóstinn, Arngrímur, að þú mátt ekki samkvæmt lögum neita að taka við honum. Ríkið á nefnilega bréfalúguna þína. Skiptir engu máli þótt þú eigir mottuna fyrir innan, lúgan er þeirra og má setja inn um hana hvað sem það kærir sig um.

  2. Þökk fyrir athugasemdirnar. Þjóðskrá virðist m.a. skilgreind sem upplýsingaveita. Minnir mig á Brazil: But this is Information Retrieval, not Information Dispersal! Þá játa ég að það er skárra að þau þó rukki fyrir upplýsingarnar.
    Þá er spurningin að hve miklu leyti fyrirtæki fá upplýsingar sínar hjá Þjóðskrá. Getur VÍS fengið upplýsingar um tryggingar húsfélagsins þar, Síminn um hvar ég versla, bankar um hvar ég stunda viðskipti mín? Ég efa það.
    Ennfremur er mér spurn. Ef ég negli póstlúguna niður, má þá kæra mig fyrir eignaspjöll?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *