Þegar ekkert er

Stundum á ég erfitt með að segja nokkurn skapaðan hlut, og þá sjaldan að mér finnst ég segja nokkuð af viti þá breytir það einfaldlega ósköp litlu hvað ég hef að segja. Og þegar mér er orða vant vísa ég frekar í aðra. Blessunarlega hefur Eiríki sem endranær tekist að orða hlutina eftir mínu hjarta, svo þið getið lesið þessa færslu í staðinn fyrir að leita hingað.

Allir hlutaðeigandi eru annars beðnir afsökunar á þeirri útgáfu minni sem þeir mættu á barnum í gær. Ég var ekki með sjálfum mér, svo að segja …

2 thoughts on “Þegar ekkert er”

  1. Haa! Hvenær átt þú eiginlega erfitt með að tala? Þú hefur ekki hætt að tala síðan þú lærðir að tala. Þú segir meira að segja langar sögur þegar þú ert sofandi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *