Tárin við Rauðavatn

Jájá. Nú „loga bloggheimar“. Hef verið að horfa á beina útsendingu hér í vinnunni. Það skyldi þó aldrei vera að fólk dæmi aðstæður öðrum hvorum í vil án þess að vita nokkuð um aðstæður á svæðinu? Sómi lands og skjöldur mætir svo auðvitað á svæðið á einkabílunum til að kasta eggjum í sérsveitina. Flottir. Mætti kannski minna fólk á að hér er meðal annars verið að mótmæla hvíldarskyldu atvinnubílstjóra? Og hverju öðru en álögum á eldsneyti, því þær eru svo hræðilegar. Þeim skyldi þó aldrei detta í hug að hækka sínar eigin álögur á móti? Nei, þetta er svo miklu sniðugra.

6 thoughts on “Tárin við Rauðavatn”

  1. held að sumir líti á mótmælin sem langþráða skemmtun.
    ekki vil ég drullusyfjaða bílstjóra á stærstu ökutækjunum, svo mikið er víst. og lægri álögur á bensín set ég aftar í forgangsröððina en t.d. lækkun á helvítis vaxtaokrinu og því ókleifa fjalli sem húsnæðiskaup eru orðin fyrir okkur óríka fólkið.

  2. Hækkun á eldsneyti hefur bein áhrif á vísitöluna, sem aftur hefur bein áhrif á vexti. Ergo, hækkun á eldsneyti hækkar afborganir af húsnæðislánum.

  3. Hvernig væri bara að ríkið og þeir hætti að reyna að græða svona rosalega á öllu saman? Lækka verð þannig þau nái innkaupakostnaði og launum starfsmanna og slíku og svo koma bara út á sléttu?? Græðgi og ekkert annað!

  4. Tekjur ríkisins af eldsneyti fara í vegagerðina, og það er enginn hagnaður af því nema síður sé. Ef eitthvað er ættu þeir sem mest tæta upp malbikið að standa mestan straum af þeim kostnaði.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *