Monthly Archives: apríl 2008

Vika bókarinnar 2

Mér hrýs hugur við þeirri tilhugsun hvað yrði um bókmenntir ef ekki væri fyrir viku bókarinnar. Hver ætli verði bók bókarinnar í ár? Eða það sem meira er um vert: hversu margir koma til með að lesa hana?

Þegar ekkert er 2

Stundum á ég erfitt með að segja nokkurn skapaðan hlut, og þá sjaldan að mér finnst ég segja nokkuð af viti þá breytir það einfaldlega ósköp litlu hvað ég hef að segja. Og þegar mér er orða vant vísa ég frekar í aðra. Blessunarlega hefur Eiríki sem endranær tekist að orða hlutina eftir mínu hjarta, […]

Kynslóðaskiptin 6

Nú er ég ekki mikið fyrir að láta stimpla mig sem eitt eða neitt. En þetta n-kynslóðatal þykir mér nokkuð skrýtið ef marka má Wikipediu. Á einum stað segir hún að X-kynslóðin sé fædd 1965-1982 og Y-kynslóðin 1988-2000 á einum stað, 1980-1994 á öðrum stað. Þá stendur annarsstaðar: Digital technologies began to emerge (in a […]

Bréf til Kolbrúnar 2

Ég á ekki sjónvarp. Þannig að meðan Kiljan rúllaði í gær horfði ég á þáttinn frá því vikunni áður á netinu. Það var greinilegt að Kolbrún Bergþórs hefur lesið hugskeytið mitt um að hún myndi aldrei framar koma mér á óvart, og þarmeð svarað spurningunni um hvort við yrðum nokkru sinni sammála um einn einasta […]

Íslamistar og naívistar 10

Lesið þessa grein eftir Ingólf Gíslason. Núna.

Hagstofa – Þjóðskrá 5

Hagstofan veitti mér þau svör að bannmerkingar vegna markaðssetningar væru á höndum Þjóðskrár. Fram að þessu hélt ég að Hagstofan ræki Þjóðskrá. Málið var þó leyst með einu símtali til Þjóðskrár, með þeim fyrirvara þó að það væri búið að selja nokkra lista fram í tímann, svo það gæti tekið nokkrar vikur fyrir „þetta að […]

Hið daglega amstur 5

Ég lét merkja við mig í símaskránni á dögunum eftir að VÍS hringdi í mig með þær upplýsingar að þeir hefðu njósnað um hvar húsfélagið mitt væri tryggt. Til hvers það þarf að tryggja sundurlausan hóp fólks sem á það eitt sameiginlegt að búa í sama húsi veit ég ekki. Í gær hringdi svo Síminn […]

Leiðinlegt blogg 0

Nú hef ég unnið nær sleitulaust síðan á hádegi í gær og loks sér nokkuð högg á verkefninu sem fyrir lá, að fjalla um höfðingjavald í Sturlu sögu. Vona þá að mér hafi tekist að gera það með sannfærandi hætti. Morgundagurinn fer að mestu í að þétta verkið og hnýta lausa enda áður en klukkan […]

Fokk var víst orðið 0

Það er alltaf gott að finna nýjar vísbendingar sem sprengja sundur öll þau rök sem maður hefur klambrað saman í hrákaritsmíð. Þá verður ritgerðin sterkari fyrir vikið. Þó er það að sönnu hvimleitt að þurfa að endurskrifa allt á síðustu stundu.

Þvættingur 0

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir í viðtali við danska blaðið Berlingske, að íslensku bankarnir geti allir reitt sig á stuðning frá íslenskum stjórnvöldum lendi þeir í erfiðleikum. Þann stuðning væri hægt að sækja bæði í ríkissjóð og gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. (#) Síðast þegar ég frétti snerist málið ekki um ímyndaða skálka sem „tala niður gengið“, heldur […]