Að nóttu

Bjóst hálft í hvoru við að það snjóaði fyrir utan stofugluggann þegar ég gekk fram á leið minni inn í eldhús. Bara venjuleg maínótt.

Reif soltinn upp ísskápinn í leit að langlokunni sem hafði hvílt þar hálft síðasta árþúsund. Hana var hvergi að sjá. Andskotinn, hugsaði ég. Mannfjandinn er alltaf einu skrefi á undan mér.

Í því varð grunur minn að vissu er birta frá glugganum endurvarpaðist af tómum plastumbúðum á gólfinu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *