Monthly Archives: ágúst 2008

Minningar 2

Parísardaman geðþekka skoraði á mig að fylla út svona lista. Ég skora á Silju, Halldór og Alla að fylla út líka (á sínum eigin síðum!). 1. Lykt og minningar. Er einhver sérstök lykt sem vekur hjá þér minningar? Segðu frá. Lyktin af Half & Half píputóbaki minnir mig á tvær vikur sem ég var veikur. […]

Í bíl í rigningu 1

Það er misjafnt hversu alvarlega fólk tekur því sem ég segi bæði hér og annarsstaðar. Við umkvörtunum mínum vegna breytinga á Sólheimasafni hefur mér nú boðist staða íslenskukennara við Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Ég ætti ekki annað eftir en að keyra til Keflavíkur á hverjum morgni. Vinsamlegast hafið fyrirvara á röflinu í mér. Þessa stundina sit ég […]

Jahá 1

„Það gat enginn séð þetta fyrir.“ Jú, allir nema þið. „Það kom bara fyrst í ljós í gærkvöldi að skuldastaða bankanna nemur margfaldri landsframleiðslu og það breytti öllum forsendum!“ Þvættingur, það hefur verið vitað lengi. „Blablabla.“ Mér er alveg sama hvað þið segið núorðið. Hvernig væri svo að fjölmiðlar færu að sinna hlutverki sínu?

Stílæfing #2 0

Í staðfestum fréttum fékk ég að heyra í dag að þriðji ísbjörninn var skotinn í vor, án þess það rataði í fjölmiðla. Það var þessi sem „reyndist vera kind“ og moggabloggið gerði grín að. Svo var fjórði tilkynntur líka en reyndist vera hestur. Engar staðfestar fréttir eru af því hvort hann hafi sömuleiðis verið skotinn. […]

Ég er orðinn pabbi! 3

Gömul kona sagðist á safninu í dag ætla niður í bæ, sjá hvort hún yrði ekki borgarstjóri. Mín vegna mætti leggja niður kosningar í borginni og taka upp faglegar ráðningar. Í bókstaflegri merkingu, alls ópólitískri. Þá kannski fengju fagleg sjónarmið að ráða för í stað þessa typpatogs. Það er engin né er nokkur þörf fyrir […]

Ástir og ævintýri ungbókavarðarins #n 2

Ekkert er á hreinu þessa dagana, allt hálffljótandi í loftinu. Vetrarafkoman er tryggð, en það er ekki víst að ég verði áfram í Sólheimunum. Þannig ganga kaupin á eyrinni víst fyrir sig. Ekki að það verði sama Sólheimasafnið þannig séð, en hin fjölskyldan þar verður áfram sú sama. Já, það verður spennandi að sjá næsta […]

Nútímalist 4

Helsti gallinn við þá sem krítísera „nútímalist“ sem eitthvert eitt fyrirbæri er að þeir virðast sjálfkrafa gera ráð fyrir að allir andmælendur þeirra hljóti að njóta allrar slíkrar listar en ekki einstakra verka. Í stað þess að uppbyggileg umræða um list geti átt sér stað á hún því til að hringsóla innan þeirra þröngu mengja […]

Klofið sjálf 3

Ég held það hljóti að vera einhvers konar rökvilla þegar fólk segir að enginn þekki sitt raunverulega sjálf, það sé í raun allt öðruvísi en hvernig það kemur fyrir. Málið er miklu einfaldara í mínum huga: Fólk er eins og það kemur fyrir, þótt það komi ólíkt fyrir í ólíkum hópum eða undir ólíkum kringumstæðum. […]

Hrásalat 1

Vill einhver útskýra fyrir mér konseptið bakvið hrásalat, t.d. þegar það er borið fram á diski, er þá ætlast til að maður éti þetta? Maður sér þetta í verslunum og finnst einhvern veginn eðlilegast að kaupa það til að henda í fólk eða spillta stjórnmálamenn (það er munur). Að sitja heima á síðkvöldi framan við […]

Kominn 2

Orð duga ekki til að lýsa Tom Waits, svo ég sleppi því bara alveg. Dublin er hot stuff. Og Guinness getur sannarlega ekki ferðast.