Monthly Archives: október 2008

Er ég kem heim í … 7

Fyrsta lestin var allt í lagi. En hefði ég verið með belti hefði ég hengt mig með því í þeirri seinni, með fyrirheitnalandið þjótandi hjá glugganum. Velti því fyrir mér á flugvellinum hvernig það væri að vera einn af þessum gaurum sem láta panta sig sérstaklega um borð í vélina, hvort fólk tefðist mikið ef […]

Bless bless 0

Já, lífið er undarlegt. Ég hef hannað gólem í eigin mynd sem að sama tíma á morgun verður í flugvél, fótalúinn eftir brölt með ferðatösku og þriggja tíma lestarferð, með fyrirheitna landið að baki í bili. Mér finnst liðinn mánuður síðan ég stóð meðal túrista í Leifsstöð einn dimman mánudagsmorgun. Og samt finnst mér ég […]

Eðli mannsins 4

Maðurinn er í eðli sínu nákomnastur sjálfum sér þegar hann situr reykjandi inni á Sohwi með pintu af karjala og bloggar um eðli mannsins. Nákomnastur er hann náttúrunni þegar hann stendur nakinn á palli saunaklefans í skóginum að nóttu til, með bjór í hönd, og horfir reykjandi yfir ríkidæmi sitt: stöðuvatnið og lendurnar í kring […]

Farinn, Ísland brenni á meðan 5

Plís byltið á meðan ég er í burtu að ríða og drekka bjór í saunaklefa, ókei? Lesið svo grein Hauks Más og rifjið upp eilífu gildin. Ef Ísland verður ekki yfirtekið þegar ég kem tilbaka verð ég hissa. Þaðan af síður er neitt einasta víst að ég komi tilbaka ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verður kominn til að […]

FME 1

Kaupþing rúllaði í nótt, ef búið var að ganga frá sameiningunni valt Spron vænti ég líka. Er minn banki þá einn eftir? Ég hef hvergi séð neinn velta vöngum um stöðu Byrs í öllu þessu – sem var reyndar rekinn af sveitarfélögum síðast ég vissi. Á sama tíma halda Bretar dauðahaldi í innistæður IceSave með […]

Helsinki – Tampere – Jyväskylä 2

Ég sé bara pappír þegar ég blaða í evrunum mínum, tel þær, kasta yfir höfuð mér og hlæ kapítalistalega með sjálfum mér. En mér er sagt að á þeim megi lifa í mánuð á Spáni, að húsaleigu undanskilinni. Þær kostuðu 56 þúsund krónur. Fyrir mann sem reykir hvorki né drekkur ætti að vera einfalt mál […]

Já, kreppan 2

Það sem ég er andvaka yfir núna er þetta: Ég get með góðu móti komist af með 30 þúsund krónur fyrir mat og bensíni í þrjár vikur á Íslandi. Samsvarandi upphæð nemur 200 evrum. Það kemur til með að fleyta mér eitthvað áleiðis þá 10 daga sem ég verð í Finnlandi, en að lokum neyðist […]

Fast gengi 2

Hver ætlar að útskýra þetta fyrir mér? Seðlabankinn beitir sérstakri heimild til að festa gengi krónunnar við 131 per evru, gerandi evru að óopinberum gjaldmiðli landsins. Þar sem svona hókus pókus virkar ekki á opnum markaði geri ég ráð fyrir að Seðlabankinn einfaldlega kaupi þennan gjaldeyri og selji okkur ódýrar en hann var keyptur. En […]

Jahá 2

„Það gat enginn séð þetta fyrir.“ Jú, allir nema þið. „Það kom bara fyrst í ljós í gærkvöldi að skuldastaða bankanna nemur margfaldri landsframleiðslu og það breytti öllum forsendum!“ Þvættingur, það hefur verið vitað lengi. „Blablabla.“ Mér er alveg sama hvað þið segið núorðið. Hvernig væri svo að fjölmiðlar færu að sinna hlutverki sínu?

Ljóðvinir fagrir: ungskáld og bókmenntasaga – ádrepa um Tíminn er eins og vatnið – íslensk bókmenntasaga 20. aldar 0

Ég vil gera alvarlegar athugasemdir við nýja bókmenntasögu tuttugustu aldar sem kennd er í framhaldsskólum í fyrsta sinn nú í vetur, bókina Tíminn er eins og vatnið eftir Brynju Baldursdóttur og Hallfríði Ingimundardóttur, eða í það minnsta þann stutta kafla hennar sem helgaður er ungskáldum samtímans og nefnist „Ljóðvinir fagrir“. Ung skáld hafa á öllum […]