Af daglegu stöffi

Ég fór með tölvuna í viðgerð í gær og fékk hana aftur samdægurs. Hún hafði verið að ofhitna einsog Ödipus og bræða utanaf sér húðina að neðan. Um miðjan dag fékk ég símtal frá EJS: Áttu kött? Það er heilt teppi hérna inni.

Á dauða mínum átti ég von. En tölvan er einsog ný núna.

Á morgun fer ég í rannsókn á „áhrifum oflipurðar á stoðkerfiseinkenni hjá íslenskum ungmennum með sérstöku tilliti til íþróttaiðkunar og meiðsla.“ Um rannsóknina segir í bréfi sem ég fékk:

Við undirrituð stöndum fyrir rannsókn á því hvort slök liðbönd og mikill hreyfanleiki í liðum (oflipurð) geti orsakað stoðkerfisverki eða aukið hættu á íþróttameiðslum hjá ungu fólki.

Verandi náungi með oflipur liðamót vona ég að þetta svari einhverjum spurningum, t.d. um krampaköst í liðum og önnur eymsl sem ég hef fundið fyrir óreglulega undanfarin ár.

Á morgun má ég einnig eiga von á sekt í pósti fyrir að trassa að láta skoða bílinn minn. Það gerði ég vegna þess að ég hef einfaldlega ekki haft efni á að láta lagfæra þetta smáræði sem er að honum. Auðvitað lendir þetta meira á láglaunafólki en öðrum, og þeim sem áttu enga peninga til að byrja með. Það er til staður og stund til að kreista peninga útúr fólki, en ekki núna.

2 thoughts on “Af daglegu stöffi”

  1. Einhvers staðar las ég að vísindamenn væru að rannsaka fylgni oflipurðar við asperger. Gaman þætti mér að sjá niðurstöður þess.
    En fyrst þú ert oflipur, getur þú beygt olnbogann í 200° horn eins og ég og dætur mínar? (þessi eiginleiki virðist erfast eftir X-litningi).

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *