Monthly Archives: mars 2009

Við Þórbergur 2

Erlendur í Unuhúsi var okkar teingiliður, en eftir að hann dó og Unuhúsi var lokað bar fundum okkar Þórbergs ekki saman nema með höppum og glöppum, einna helst í gestaboðum þar sem ekki er kostur að blanda geði við menn. Ég sá hann seinast sitja einmana og yfirgefinn á bekk í manntómum gángi á Vífilstaðahæli […]

Bergshús IV 6

Bergshús stóð ennþá 1987. Það var greinilega ekkert sérlega fallegt hús (smellið á myndina til að stækka): Fengið úr Mannlífi við Sund 3.b., Páll Líndal. Um Bergshús skrifar Páll Líndal: Alexíus Árnason lögregluþjónn mun hafa reist þetta hús um 1865. ‘Í þessu húsi hafði sá nafnkunni snillingur átt heima á efri árum æfi sinnar. Innan […]

Heill kafli handa æstum lesendum 2

Nei, ég veit þið hafið engan áhuga á þessu. En hér er samt heill kafli sem ég hripaði upp úr handritinu, svo mér fer greinilega fram við að lesa þetta. Eftir á að hyggja læðist sá ljóti grunur að mér að sami kafli finnist í Skáldalífi Halldórs Guðmundssonar. Stök orð í textanum skildi ég ekki […]

Að lesa handrit 3

Vorið 2005 fékk ég að skoða Guðbrandsbiflíu. Þessa stundina puða ég hinsvegar við að lesa óútgefið handrit eftir Þórberg. Ég á bágt með að gera upp við mig hvort var erfiðara aflestrar. Eitt sinn var Þórbergur spurður hvers vegna hann fengi sér ekki ritvél í stað þess að handskrifa allar bækur sínar. Það gæti sparað […]

Rúv 2

Nú þykir mér meira en sjálfsagt að greiða fyrir það framúrskarandi dagskrárefni sem ég fæ hjá Ríkisútvarpinu ár eftir ár. En að það eigi að vera eingreiðsla upp á 17.200 krónur í stað mánaðarlegra afborgana þykir mér alveg útúr kú. Það munar nú um minna. Auk þess er víst miðað við sextán ára og eldri. […]

Í snjó og stormi suður í Hafnarfjörð 0

„Skáldið og heimspekingurinn varð að sitja dag eftir dag inni í köldu herberginu og skjálfa úr kulda. Rétt fyrir jólin gekk hann í snjó og stormi suður í Hafnarfjörð til þess að fá léðan kogara til að hita upp með herbergið. En kogaraupphitunin var alltof dýr fyrir skáldið og heimspekingurinn átti erfitt með að þola […]

Bergshús III 2

Gátan leyst: „Á neðra horni Bergstaðastrætis, vinstra megin götunnar (nr. 10), er nú risin nýbygging eftir Guðmund Kr. Guðmundsson arkitekt en þar var til skamms tíma Bergshús, lágt timburhús með miklu risi sem því miður hefur verið rifið. Það var eitt frægasta hús íslenskra bókmennta vegna frásagna Þórbergs Þórðarsonar í Ofvitanum. Þar var Baðstofan, þar […]

Óskiljanlega léleg tónlistarumfjöllun 3

Í Lesbók laugardagsins birtist alveg frámunalega léleg grein eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson undir heitinu Við skulum ekki skilja aftur. Fyrir neðan titilinn stendur: „Hin trúarlega No More Shall We Part er líklega vanmetnasta plata Nick Cave & The Bad Seeds“ sem kemur mér á óvart enda veit ég ekki til annars en hún hafi hlotið […]

Bergshús II 15

Sæll, Þessi Bergur er fyrsti lærði sútunarmeistarinn á Íslandi og fyrsta sútunarverksmiðjan á Íslandi var þarna í bakhúsi. Til er mynd af danska kónginum þarna í kaffi og mér skilst á núverandi eiganda að það séu til heilmikil skrif um þetta hús. Hans aðalvitneskja er frá gamalli konu sem átti íbúðina á neðstu hæðinni og […]

Bergshús 4

Ég sendi Fasteignasölunni Ási svohljóðandi fyrirspurn: Góðan dag. Umrætt hús er nefnt Bergshús og sagt sögufrægt. Þó er það ekki Bergshús sem Þórbergur Þórðarson bjó í á fjórða vetur á árunum 1909-1913, til þess er það of ungt (reist 1929 skv. vefnum). Auk þess var það við Skólavörðustíg þótt vissulega sé hægt að færa til […]