Við bræður

Mig dreymdi síðastliðna nótt að við Andri bróðir hefðum lent í flugslysi við misheppnaða – og að því er virðist óþarfa – tilraun til lendingar á Miklubraut á háannatíma. Við sluppum ómeiddir þótt vélin tættist utanaf okkur, en það var samt óskemmtilegur draumur.

Sami bróðir minn fermdist síðasta sunnudag. Hann var auðvitað langflottastur í athöfninni einsog hann á kyn til og hratt sér í vettergi fyrir ætternisstapa í þeim efnum fremur en öðrum.

Litla fyrirbærið er svo einlægt í þessu. Eitthvað annað en bróðir sinn sem var nýgenginn af trúnni þegar hann fermdist. Hún kom í smábylgjum aftur næstu ár á eftir en aldrei þannig að ég raunverulega tryði því. Ólíkt höfumst við að. Og ég er bara ánægður með hann.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *