Monthly Archives: september 2009

Enn af ritstjórum 2

Þessi umræða um Davíð Oddsson jaðrar við geðsýki. Sá sem telur það skipta sköpum fyrir Íslendinga hver ritstýrir hvaða málgagni ofmetur annaðhvort persónutöfra ritstjórans eða áhrifagirni fólksins í landinu, nema hvorttveggja sé. Fólk er ekki nautheimskir sauðir sem hleypur upp til handa sér og fóta af því Davíð segir eitthvað. Samt er fólk þegar farið […]

Af minningagreinum lífs og liðinna 0

Ef það kemur í ljós að Geir Haarde hafi gengið um í mislitum sokkum alla sína embættistíð væri það mögulega merkilegra en þessar endalausu fréttir af ritstjóraskiptum á Morgunblaðinu. Fólk les Morgunblaðið fyrst og fremst vegna minningagreinanna. Það má vissulega deila um lífsmark hvers ritstjóra Morgunblaðsins fyrir sig, en hitt er víst að enginn kaupir […]

Vinnuvikan 1

Ég kemst alltaf nær þeirri skoðun að 40 stunda vinnuvikan sé barn síns tíma. Nær væri að miða við 30 stunda vinnuviku og í raun er hærra viðmið ómanneskjulegt miðað við nútímalegar þarfir. Reykjavíkurborg hefur að vísu náð að lempa þetta niður í 35 stundir með því að selja kaffi- og matartímana en mér finnst […]

10 árum seinna 0

Unglingurinn sem fiktaði við reykingar og skrópaði í leikfimi staðnæmdist framan við spegilinn einn morgun tíu árum seinna. Þar sá hann sjálfan sig með sömu hárgreiðsluna og tíu árum áður, kominn niður í 15 sígarettur á dag, sýnilega tíu árum eldri. Þó var hann orðinn allt það sem hann vildi hugsa sér að hann myndi […]

Eðli tungumálsins 15

Sumum bókmenntafræðingum er mjög tamt að tala um „eðli tungumálsins“ í víðum skilningi, hvað felist í eðli þess og hvaða áhrif það hefur útfyrir sig – sem er í sjálfu sér merkilegt því samkvæmt fræðum þeirra sjálfra felst ekkert utan tungumálsins – á málhafa gegnum texta eða sambærilega miðla sem einnig eru nefndir textar. Samt […]

Íslendingasögur á íslensku 4

Ég hef alltaf jafn gaman að því þegar menntskælingar koma á bókasafnið og biðja um Íslendingasögur á nútímaíslensku. Skelfingarsvipurinn á þeim þegar ég segi þeim að þetta sé nútímaútgáfan. Ég held það sé of mikið gert úr því að það sé á færi Íslendinga að lesa handritin. Það er það bara almennt ekki. Samt er […]

Kenningar Einars Pálssonar 4

Ég hef oft staldrað við bækur Einars Pálssonar um íslenskt þjóðveldi og goðafræði á bókasafninu, velt fyrir mér hvers vegna enginn talaði um þær í íslenskuskor en aldrei árætt að lesa neina þeirra. Þær eru svo margar, efni þeirra svo fjölbreytt (að því er virtist) og titlarnir gáfu ekki beinlínis miklar vísbendingar um innihaldið. Svo […]

Hjá tannlækninum 2

Ég hef átt það til að fara til tannlæknis síðastliðið ár. Maður liggur þarna gersamlega varnarlaus í stólnum meðan tannlæknirinn er í keppni við sjálfan sig um hversu mörgum hlutum hann getur troðið upp í mann. Svo getur maður hlustað á útvarpið meðan blóðsletturnar ganga í flóðbylgjum yfir okkur báða. Mér hættir aldrei að þykja […]

Vingjarnleg ábending 0

Það er rétt að árétta að síðuhaldari vill halda því til haga sem sannara reynist. Ef það eru einhverjar umkvartanir, grunsemdir kvikna um annarlegar hvatir er búi að baki skrifum síðuhaldara eða efasemdir um ásetning hans, þá er honum bæði ljúft og skylt að svara öllum fyrirspurnum, séu þær rétt fram settar. Síðuhaldara líka þó […]

Tæpu ári síðar 0

Setið á kaffistofunni í Odda eldsnemma morguns, umræður um efnahagsmál í Íslandi í bítið. Bókhlöðudraugurinn leikur á als oddi utan við sitt náttúrlega habitat, (g)eipandi handahófskenndar upphrópanir uppúr samlokunni. Spurningin vaknar hvort æskilegt sé að bæta á bollann áður en haldið er yfir í Árnagarð.