Af minningagreinum lífs og liðinna

Ef það kemur í ljós að Geir Haarde hafi gengið um í mislitum sokkum alla sína embættistíð væri það mögulega merkilegra en þessar endalausu fréttir af ritstjóraskiptum á Morgunblaðinu.

Fólk les Morgunblaðið fyrst og fremst vegna minningagreinanna. Það má vissulega deila um lífsmark hvers ritstjóra Morgunblaðsins fyrir sig, en hitt er víst að enginn kaupir Morgunblaðið til að lesa minningagreinar þeirra skrifaðar af þeim sjálfum. Það þarf að minnsta kosti helvíti mikla aumingjadýrkun til að ösla þann forarpytt.

Á meðan bíðum við hin hverrar nýrrar elegíu Tryggva Líndal sem kvörn tímans skilur eftir á síðum blaðanna. Þangað til finnst mér ekki áríðandi að lesa eitt einasta orð um eða eftir hvern þann sjórekna stjórnmálamann sem skolar upp á miðsíðu Morgunblaðsins í það og það sinnið. Þeir fá allavega að hafa sínar skoðanir í friði fyrir mér.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *