Monthly Archives: júní 2010

Búferli 0

Þá er hið vægast sagt mikilvæga formsatriði komið á hreint að ég hef verið samþykktur inní norrænudeild Árósaháskóla á meistarastigi. Ferlið gekk nokkurnveginn þannig fyrir sig að ég gerði konuna sem hafði móttekið umsóknina mína að mínum eigin persónulega þjónustufulltrúa (sem maður á áreiðanlega ekki að gera) með því að senda öll gögn beint á […]

Af bankamálum 8

Í lok mánaðar held ég til Árósa til að taka fyrsta áfangann minn á meistarastigi og bíð núna ferðastyrks sem ekkert bólar á. Þess vegna hef ég þurft að eyða öllum peningum sem ég átti í húsaleiguna úti, þartil styrkurinn kemur í hús. Svo ég hringdi í Byr áðan og bað um hógværan yfirdrátt. Þjónustufulltrúinn […]

Að hvarfla aftur 0

Í umræðu um psýkósómatískt óþol mitt gagnvart Egilsstöðum (ég er ekki að grínast, ég fæ útbrot í fimm kílómetra radíus frá bænum og veit ekki af hverju) rifjaðist upp fyrir mér að í ágúst hef ég búið í Hafnarfirði í þrjú ár. Það er nokkuð sérstök tilfinning og ekki laus við stöku endurlit þegar það […]

Viðtal við Sonic Iceland 8

Í gærkvöldi hitti ég þýsku menningarblaðamennina Kai Müller og Marcel Krueger frá Sonic Iceland á Hressó þar sem við ræddum um íslenska bókmenntageirann (smellið á hlekkinn til að lesa meira og sjá gullfallega mynd af mér). Settling in the beer garden, while the rain was lashing down on the canopy above our heads, we had […]

Kúkulúkur og Gardaland 3

Á Ítalíu 1989 voru í sjónvarpinu skemmtiþættir sem ég gæti ekki munað hvað hétu til að leysa höfuð mitt. Þáttastjórnandinn var klæddur í safarígalla og eitthvert hundskvikindi af sokkabrúðu stýrði þáttunum með honum. Stundum var kona í stað mannsins, klædd sama safarígalla, og stundum voru þau tvö saman, en okkur fannst konan ekkert skemmtileg. Við […]

Heimurinn þá og nú 3

Ég man eftir að mér hafi verið sagt frá því þegar ég var barn að öðruhvorumegin við 1980 hafi margmenni þust að Heklurótum til að verða vitni að eldgosi. Ég sá fyrir mér ungt háskólafólk í drapplitum lopapeysum og joggínggöllum lulla þetta á ryðbrúnu ópelunum sínum og fíötum til að vera innanum fimmtuga bartaða fréttamenn […]

LÍN og séreignasjóðirnir 0

Í gildi eru lög félagsmálaráðherra sem gilda að ég held fram í apríl á næsta ári, sem kveða á um að þeir sem eiga sparnað í séreignasjóðum geti tekið hann út gegn því að þeir greiði af honum fullan tekjuskatt í stað fjármagnstekjuskatts. Þetta eru kaup kaups og með þessu móti er bæði ætlunin að […]