Monthly Archives: ágúst 2010

Staðfesting þjóðsögunnar 2

Um daginn bað kunningi minn um aðstoð við að afla heimilda um vélstjórann frá Aberdeen, annarra en sögunnar sjálfrar. Frumheimildin er frásögn sýslumanns sem upplifði sjálfur þá atburði sem hann síðar lýsti fyrir Þórbergi Þórðarsyni, sem síðan gaf söguna út í þjóðsagnasafninu Gráskinnu ásamt Sigurði Nordal. Ég var nú ekki alveg á þeim buxunum að […]

Matreiðsla fyrir fólk 4

Matreiðslublogg eru óhemjuleiðinleg. Það er einsog að horfa á matseðil með götótta vasa, eintóm fífl að monta sig af þeirri snilld sem þeir geta framreitt á augabragði en þú munt aldrei fá að smakka. Svo veit ekki nokkur heilbrigður maður hvað kúrbítur er. Hvað í fjandanum er capers? Hver djöfullinn er focaccia? Hver er munurinn […]

Perrinn á glugganum 0

Ljóst var þó að mannorð hans væri í rúst, og fóru brátt allir á kollegíinu að ræða mál hans og finna honum allt til foráttu. „Og síðan er hann svo ofboðslega kurteis,“ sagði ein finnsk kona skelfd. Valur Gunnarsson skrifar skemmtilega færslu um defamatio ítalska perrans í Árósum í sumar.

Bechdelprófið 4

Hinn stórmerki vinur minn og hellenophil Ásgeir Berg benti mér um daginn á Bechdelstaðalinn fyrir ásættanlegt kynjahlutfall í kvikmyndum, sem Alison Bechdel setti fram í teiknimyndasögu sinni Dykes to Watch Out For. Staðallinn sem prófa má eftir felst í þrem einföldum liðum. Kvikmynd skal hafa: 1. Tvær (nafngreindar) kvenpersónur 2. sem tala saman 3. um […]