Monthly Archives: nóvember 2010

Hamfarastjórnun illfyglanna 1

Það er óviðjafnanlega fyndið að lesa gargið í illfyglum AMX núna. Þar er Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, ritstýra Smugunnar, ásökuð um að þegja þunnu hljóði þegar fréttafólk er rekið vegna óeðlilegra afskipta hagsmunaaðila af fjölmiðlum eða vegna pólitískra skoðana. Ástæðan er sú segja illfyglin að Þóra Kristín hafi þegið styrk frá Alcan vegna rannsóknar á hamfarastjórnun! […]

Kristjánsborg, frá framleiðendum Melrose Place 0

Danska verðlaunamyndin Kongekabale frá 2004 fjallar um átök og undirferli í danska þinginu, Kristjánsborg. Í upphafi myndar lendir formaður Miðflokksins í bílslysi svo tvísýnt er um líf hans. Síðar kemur í ljós að upplýsingum um líðan formannsins hefur verið haldið frá fjölmiðlum á meðan plottað er innan flokksins um arftaka hans. Hinn ófyrirleitni Erik Dreier […]

Póstvandræði 4

Nú vantar mig aðstoð frá lesendum. Ég get ekki tekið við póstsendingum frá Íslandi, kemur í ljós. Pakki sem beið mín hefur nú verið endursendur af því enginn gat veitt mér upplýsingar um sendinguna, og þótt standi í kerfinu að tvisvar hafi póstburðarmaður barið hér að dyrum hugkvæmdist víst engum að skilja eftir tilkynningu. Í […]