Vinsælar kvikmyndir eyðilagðar #2

Citizen Kane – forsendan er ekki til staðar
Síðasta orð Kanes áður en hann deyr í upphafsatriði myndarinnar er Rosebud. Þetta virðist vera á allra vitorði og fyrr en varir er blaðamaður kominn á fullt við að reyna að finna út úr því hvað orðið merki.

Vandamálið
Það var enginn til staðar til að heyra síðustu orð Kanes. Undir lok myndarinnar kemur fram þjónn Kanes, sem aldrei hefur sést áður, og segist hafa heyrt hinstu orð hans. Í upphafsatriðinu sést þó glögglega að enginn er viðstaddur. Hann segist raunar oft hafa heyrt hann tala um Rosebud, en aldrei vitað hvað Kane ætti við. Fyrst allir í myndinni vissu að hinsta orð Kanes hefði verið Rosebud, þá gefur auga leið að þeir áttu að vita að það var þjónninn sem heyrði hann segja það – því hvaðan annarsstaðar ættu þeir að frétta það en frá hans eigin þjónustuliði?

Og jafnvel þótt upplýsingarnar hefðu lekið nafnlaust í pressuna þá dregur það úr mestu tragedíunni í lífi Kanes: að einn áhrifamesti og voldugasti maður heims dó einn og yfirgefinn – sem er margítrekað í myndinni – maður sem peningar og völd spilltu, maður sem æskan var hrifsuð frá, sem aftur er kristallað í uppgötvuninni í lokin að Rosebud var sleðinn sem hann skildi eftir hjá foreldrum sínum þegar bankamaður tók hann í fóstur. Eðli málsins samkvæmt gat því enginn heyrt hinstu orð hans. Rosebud er svo brenndur í óðagoti áður en nokkur kemst að sannleikanum, og þar með er það eina sem hefði getað veitt Kane uppreisn æru horfið úr sögunni.

Orson Welles var eitt sinn spurður út í þessa þversögn. Svar hans, eftir langa þögn, var: Don’t you ever tell anyone of this. Þar með gat saga „bestu myndar allra tíma“ aldrei átt sér stað.

8 thoughts on “Vinsælar kvikmyndir eyðilagðar #2”

  1. Ef þessi saga af Welles er sönn þá get ég varla ímyndað mér annað en að hann hafi verið að rugla í þeim sem hélt þessu fram.
    Það eru til ótal mögulegar skýringar á því hvernig hinstu orð Kane hafi lekið út án þess að fólk vissi hver hefði heyrt þau. Maður getur ímyndað sér að einn fyrsta spurningin sem þjónninn fékk, jafnvel frá hjúkkunni, hafi verið „Sagði hann eitthvað?“
    Um leið dregur það að mínu viti ekkert úr áhrifamættinum að þjónn hafi verið viðstaddur. Það er ekkert minna „einn og yfirgefinn“.

  2. Welles var kannski ekki einsog fólk er flest, en hvers vegna ætti hann að vísvitandi eyðileggja fyrir myndinni sinni? Við fáum ýmis skot af herberginu og hvergi sést neinn nálægt Kane. Fyrsta manneskjan sem fer inn í herbergið er hjúkkan, en hún hleypur fyrst inn þegar Kane hefur misst snjókúluna í gólfið. Þjónninn hefði væntanlega gert eitthvað eða sagt hefði hann verið þar inni. Því finnst mér hann dúkka upp einsog vanhugsuð eftiráskýring, sem er alls ekkert ólíklegt þegar haft er í huga að handritið gekk í gegnum gríðarlegar breytingar frá upphaflegri gerð.

  3. Hvað áttu við vísvitandi eyðileggja myndina? Ég næ ekkert hvað þú ert að fara.
    Ef þjóninn hefði verið eftiráskýring þá hefði í raun ekki verið neitt vandamál að klippa hann inn í upphafsatriðið til þess að sýna að hann væri þar. Örstutt brot af honum í skugga í horni hefði verið nóg. Ástæðan fyrir að við fáum ekki að sjá hann er af því að við eigum ekki að vita af honum.

  4. Ég á við að ef þetta eru ekki mistök, hvers vegna ætti Welles þá að játa á sig mistök?
    Segjum það, við áttum bara ekki að vita af þjóninum. Skuggamynd af manni í herberginu hefði þá bjargað þessu fyrir horn. Þegar þjónninn svo gefur sig fram, þá hvað? Hann bætir engu við, nema að Kane hafi örvinglast undir lokin og oft ruglað um Rosebud. Að hann hafi heyrt hinstu orð Kanes skiptir ekki máli þegar upp er staðið. Uppljóstrunin verður ómerkileg.
    Þess utan finnst mér almennt fúsk að draga eitthvað fram í lok myndar sem á að útskýra eitthvað sem aldrei kom fram í upphafi. Oft leiðir það til hræðilegra mótsagna, einsog t.d. í Sixth Sense (sem ég ætla mér að tækla síðar). Ég hef engar forsendur til að trúa því að þjónninn hafi verið neinstaðar nálægt Kane þar sem Kane einn sést í þeim fjölmörgu skotum sem sýnd eru af herberginu. Þjónninn hefði þá þurft að sitja upp að Kane til að heyra hann hvísla hinsta orðið, en hann sést hvergi nærri rúminu.
    Útfrá forsendum myndarinnar neyðist ég til að álykta að þjónninn sé að ljúga, nema fyrir það að langtum líklegra er að þetta séu einföld mistök Welles og að þjónninn hafi hreinlega gleymst. En í lokaafurðinni er þjónninn bara deus ex-machina.

  5. Ef Welles hefur sagt þetta þá myndi ég halda að honum hafi þótt þetta heimskuleg spurning og ákveðið að rugla í manninum. Líklegra þykir mér þó að þetta hafi aldrei gerst.
    Þjónninn kemur ekki eins og draugur úr vélinni enda hefur verið vitað alla myndina að einhver var í herberginu þar sem einhver heyrði hinsta orðið.

  6. Ég segi á móti að það var enginn í herberginu. Ef þjónninn var í herberginu þá leiðir það til þess klúðurs að fyrir sakir framvindunnar verður hann óhjákvæmilega deus ex-machina, jafnvel þótt það hafi ekki verið ætlunin. Það er afleiðingin en ekki ætlunin sem skiptir máli í þessu samhengi. Það er ekkert sem bendir til þess að þjónninn hafi verið í herberginu í upphafi og þess vegna tekur hann óvart að sér frásagnarhlutverk sem engin þörf var fyrir nema til að losa söguna úr snörunni.
    Hugsaðu þér að Citizen Kane verði sett upp á sviði, en við mættum ekki vita að þjónninn hafi verið í herberginu með Kane fyrr en í lokin. Hvernig sýnum við dánarstund Kanes án þess að fjarlægja forsendu allrar framvindunnar? Til þess þyrftum við að sleppa upphafssenunni, það er engin önnur leið. Kvikmyndir gegna sannarlega öðrum reglum en leikrit, en fyrir sakir framvindunnar getur myndin ekki annað en að kalla fram deus ex-machina til að vera ekki í innbyrðis mótsögn.

  7. Í handritinu stendur eftirfarandi:
    DISSOLVE:
    INT. KANE’S BEDROOM – FAINT DAWN – 1940
    A snow scene. An incredible one. Big, impossible flakes of snow, a too picturesque farmhouse and a snow man. The jingling of sleigh bells in the musical score now makes an ironic reference to Indian Temple bells – the music freezes –
    KANE’S OLD OLD
    VOICE
    Rosebud…
    The camera pulls back, showing the whole scene to be contained in one of those glass balls which are sold in novelty stores all over the world. A hand – Kane’s hand, which has been holding the ball, relaxes. The ball falls out of his hand and bounds down two carpeted steps leading to the bed, the camera following. The ball falls off the last step onto the marble floor where it breaks, the fragments glittering in the first rays of the morning sun. This ray cuts an angular pattern across the floor, suddenly crossed with a thousand bars of light as the blinds are pulled across the window.
    The foot of Kane’s bed. The camera very close. Outlined against the shuttered window, we can see a form – the form of a nurse, as she pulls the sheet up over his head. The camera follows this action up the length of the bed and arrives at the face after the sheet has covered it.
    FADE OUT:
    Samkvæmt þessu gæti hjúkkan hafa heyrt í Kane.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *