Monthly Archives: apríl 2012

Minni kvenna – árshátíð Mímis 2007 0

Á hverri árshátíð Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum, eru flutt minni bæði karla og kvenna. Fyrsta veturinn minn í íslenskunni var ég beðinn að flytja minni kvenna. Oft hefur fólk rifjað þetta upp við mig í samræðum og hvatt mig til að birta ræðuna sem fræg sé að endemum, einhverra hluta vegna. Og nú […]

Afbakanir og útúrdúrar 0

Það fyrsta sem ég fékk að heyra þegar ég vaknaði var að Pressan hefði birt frétt um mig. Það næsta sem ég gerði til að fullkomna stundina var að selja upp umtalsverðu magni af blóði í vaskinn. Líkaminn hefur sjálfsagt séð þetta fyrir og brugðist við með viðeigandi hætti. Fréttin er svo illa skrifuð að […]

Á íslensku má alltaf finna orð 0

Stelpurnar kölluðu á athygli mína rétt í þessu. Þegar hún var fengin spurði sú yngri þá eldri hvort hún vildi kynnast sér. Sú eldri játti því og þær nudduðu kinnunum saman, eða „gerðu a“ einsog það hét víst eitt sinn. Á sunnudaginn heyrði ég svo hið frábæra orð pomsur í fyrsta sinn. Pomsur eru hraðahindranir, […]

Óþekkt fólk og horfið 0

Á Háskólatorgi er jafnan gaman, enda þótt byggingin sé ein sú ljótasta á landinu öllu. Þar er margt um manninn og oftast hitti ég fólk sem ég þekki, í dag hitti ég t.d. málvísindanemuna knáu hana Silju Hlín. Vanalega hitti ég þó mun fleira fólk sem ég þekki ekki neitt, eða man a.m.k. ekki eftir. […]

Svör við algengum spurningum 0

Stundum fæ ég fólk inn á síðuna mína í leit að svörum við áleitnum spurningum sem brenna á þeim. Ég hef nú ákveðið að svara sumum þessara spurninga svo næsta manneskja sem leitar hins sama grípi ekki í tómt: Hvað er hryðjuverkasamtök? Samtök fábjána með óljós en ofbeldisfull markmið. Sem dæmi má nefna Samtök atvinnulífsins […]

Ferming 1

Amma mín á Akureyri sagði alltaf við mig áður en við fórum að hátta: „Nú skulum við hvíla lúin bein.“ Það brást ekki að mér fannst ég finna fyrir því hversu lúið hvert bein í líkama mínum var í hvert sinn sem hún sagði þetta og syfjan seig fljótt á. Stundum virkar þetta ennþá ef […]

Sunnan verir sigldu 2

Iðulega hef ég rétt misst af gönguljósinu þegar ég kem að gangbrautinni við Hamrahlíð og Kringlumýrarbraut. Þá ýti ég á takkann, en oft myndast einmitt þá gap í umferðinni sem ég gæti hæglega smogið mér í gegnum. En mér finnst eitthvað svo ókurteist að nýta ekki ljósið til neins svo ég bíð uns yfirleitt uns […]

Stúdentslíf 0

Við erum okkar eigið kaffihús. Mölum baunir og möllum í espressókönnu, flóum mjólk og þeytum. Tveir svona á dag síðustu 8 mánuði og ég er allt í einu orðinn kresinn á kaffi sem ég fæ afgreitt á kaffihúsum. Segir maðurinn sem lifði á neskaffi og hafragraut lungann úr síðasta vetri og kvartaði ekki. Ég sé […]

Sumardagurinn fyrsti 4

– var í raun á þriðjudaginn, a.m.k. hvað veðrið snertir. Eftir aðeins eitt ár í Danmörku, þar sem ég upplifði ekki beinlínis neina frídagahelgi, er ég orðinn alveg ringlaður í þessum íslensku frídögum. Ég hélt t.d. ekki að neinn héldi upp á sumardaginn fyrsta lengur nema hið opinbera, og hef haldið það í ein 20 […]

Orðræðu- og innihaldsgreining myndasagna 5

Ég hef ákveðið að orðræðu- og innihaldsgreina nokkrar vinsælar myndasögur nákvæmlega. Hér eru niðurstöðurnar hingað til. Þær eru hafnar yfir vísindalegan vafa: nákvæmlega svona eru allar sögur hvers myndasöguflokks (92% vikmörk). Smellið á myndirnar til að stækka. Grettir: Jón á kött sem borðar, sérstaklega það sem hann á ekki að borða. Ívar grimmi / Hrólfur […]