Tralli er geysilega merkileg bók, einkum merkileg fyrir þær sakir að höfundi hennar Viktor Mall fannst hún eiga erindi við börn. Það fannst Vilbergi Júlíussyni þýðanda bókarinnar greinilega líka, en hann gerði sitt besta til að milda efnivið bókarinnar sem er heldur lítt dulbúinn rasismi. Þannig hefur Vilbergur til dæmis ákveðið að Tralli sé jarðálfur […]
Categories: Bækur / Bókmenntir
- Published:
- 4. nóvember, 2017 – 23:39
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Síðast tók ég fyrir Græna hattinn, sem í raun er sjálfstætt framhald á fyrri bók Alice Williamson um Bláu könnuna. Eins skelfileg og Græni hatturinnn er, þá er ljóst að Williamson hefur þurft að draga af sér þar enda hefur fyrri bók hennar þótt einum of óhugnanleg. Í lok Græna hattsins hefur lesandanum verið fengin […]
Categories: Uncategorized
- Published:
- 5. október, 2017 – 18:10
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Græni hatturinn (e. The Little Green Hat) er stutt hryllingssaga eftir Alice Williamson sem kom út í bókaflokknum Gay Colour Books á sjöunda áratugnum. Sagan er sérstök fyrir það að hún er óræð vinjetta af sitúasjón, nefnilega af hatti sem veit að hann er lifandi en er jafnframt fangi í hattabúð. Hans einasta von um […]
Categories: Bækur / Bókmenntir,Menning og listir
- Published:
- 23. september, 2017 – 23:16
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Bókmenntum fylgir visst menningarlegt samhengi sem kalla mætti tíðaranda. En tíðarandinn breytist og þar með túlkun fólks á bókmenntunum. Ef taka ætti dæmi um róttækar breytingar á túlkun bókmennta út frá tíðaranda mætti nefna Tíu litla negrastráka, sem eitt sinn þótti saklaus bók en þykir nú með betri dæmum um menningarlega viðurkennda kynþáttafordóma fyrri tíðar. […]
Categories: Bækur / Bókmenntir,Menning og listir,Þjóðsögur
- Published:
- 9. september, 2017 – 18:02
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Sumt er svo augljóst að það er ómögulegt annað en að fullt af fólki hafi komið það til hugar á undan manni sjálfum. Það vill þó óneitanlega flækja málin að sumt sem virðist augljóst er alls ekki rétt, eða í besta falli umdeilanlegt. Þannig kom mér í hug fyrir nokkru, þegar ég rifjaði upp það […]
Categories: Kvikmyndir
- Published:
- 5. september, 2017 – 15:56
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Það er ekkert nýtt við skærur í hugvísindum. Þegar maður er ungur og vitlaus er jafnvel hætt við að maður teldi sig nú aldeilis til í slíkt tusk, færan um að æða ótrauður á foraðið með sannleikann að vopni. Þau sem eru eldri og reyndari skilja betur hvers vegna valdahlutföll gera það í mörgum tilvikum […]
Categories: Femínismi.,Menning og listir,Miðaldir,Pólitík,Saga
- Published:
- 2. september, 2017 – 15:23
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Árið 2006 rættist gamall draumur þegar ég hóf íslenskunám í háskólanum. Það var margt sem heillaði við íslenskuna, en Konungsbók eddukvæða var það sem gerði útslagið um þessa ákvörðun. Sama haust og ég byrjaði í íslenskunni kom út skáldsaga eftir Arnald Indriðason, Konungsbók. Ég var fljótur að næla mér í eintak á bókasafninu og svo […]
Categories: Bækur / Bókmenntir
- Published:
- 16. júlí, 2017 – 13:29
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ég fór mjög geist í lokasprettinum á doktorsritgerðarskrifunum svo ég hef ekki haft mikla orku til menningarrýni síðan í apríl. Núna langar mig að bæta úr þessu og fjalla sömuleiðis meira um bækur. Hingað til hef ég helst nennt að blogga um kvikmyndir og það verður sömuleiðis gert hér þótt efniviður myndanna sem skoða skyldi […]
Categories: Bækur / Bókmenntir,Kvikmyndir,Uncategorized
- Published:
- 15. júlí, 2017 – 14:32
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Vatt mér loksins í að horfa á hina rómuðu mynd The Babadook, sem er áströlsk hryllingsmynd með svo óhugnanlegri kápu að ég lagði ekki í að horfa á hana lengi. Svo varð ég fyrir vonbrigðum. Ég hef séð hina og þessa mæra hana fyrir dýpt og fyrir að einblína meir á andlega hlið hryllingsins en […]
Categories: Kvikmyndir
- Published:
- 3. apríl, 2017 – 02:00
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Um þessar mundir mun HBO (Hórdómur, blóð o.fl.) hafa tekið til sýningar sjónvarpsþættina Westworld, sem færri vita að byggðir eru á samnefndri kvikmynd eftir Michael Crichton sem hann bæði samdi handritið að og leikstýrði árið 1973. Í myndinni fjallar Crichton um svipuð efni og hann gerði í síðari verkum sínum, t.d. um takmörk vísindalegrar þekkingar, […]
Categories: Kvikmyndir
- Published:
- 8. mars, 2017 – 00:20
- Author:
- By Arngrímur Vídalín