Category Archives: Þórbergur

Litlu verður Vöggur feginn 0

Sumir dagar eru þannig að án þess að gera neitt flytur maður fjöll. Þannig hófst fyrri partur dagsins í dag þegar ég rúntaði hálfsárslega túrinn niður í Mastercard með sömu kankvíslegu tilgerðarhógværð og ég vanalega set upp af tilefninu, vitandi upp á mig sökina að hafa algjörlega trassað að greiða reikningana, og verið drullusama (nokkuð […]

Staðfesting þjóðsögunnar 2

Um daginn bað kunningi minn um aðstoð við að afla heimilda um vélstjórann frá Aberdeen, annarra en sögunnar sjálfrar. Frumheimildin er frásögn sýslumanns sem upplifði sjálfur þá atburði sem hann síðar lýsti fyrir Þórbergi Þórðarsyni, sem síðan gaf söguna út í þjóðsagnasafninu Gráskinnu ásamt Sigurði Nordal. Ég var nú ekki alveg á þeim buxunum að […]

Bergshús V 1

Fyrir tæpu ári fjallaði ég nokkuð um Bergshús á þessum síðum og vitnaði meðal annarra í Guðjón Friðriksson sem sagði að húsið hefði verið rifið (sjá hér). Fljótlega eftir það skrifaði einhver færslu um húsið á Wikipediu og vísaði hingað (sjá hér). Athygli mín var vakin á málinu aftur í gær þegar einhver kom inná […]

Þórbergur, ástin og andófið 2

Fyrirlesturinn í Suðursveit gekk vel, raunar langt framúr vonum. Fyrirlesturinn má finna á Tregawöttunum, hér. Í heimildaskrá er vísað beint í béaritgerðina mína, hafi einhver áhuga. Seinna birti ég svo fyrirlesturinn einnig hér, á pdf-formi. Þetta er annars fyrsta bloggfærslan sem er skrifuð á makka. Ég var semsé að fá mér nýja tölvu. Venst vel.

Jöklar og saga, stjörnur og rómantík 3

Um helgina verður haustþing Þórbergsseturs að Hala í Suðursveit. Meðal annarra verðum við frændsystkinin Þórunn Hrefna með erindi þar og að sjálfsögðu hvet ég alla lesendur Bloggsins um veginn til að koma þangað. Þingið verður ræst á laugardagsmorgun og stendur fram á sunnudag. Dagskrána má finna hér. Erindið mitt set ég inná síðuna við tækifæri […]

Stiklur 3

Mér þráleiðist allt tal um nákvæmni Þórbergs. Ennfrekar leiðist mér að sjöþúsund manns hafi ekki talið það eftir sér að skrifa einhversstaðar í greinum sínum um óskyld efni að kaldhæðnislegt hafi verið fyrir „nákvæmnismanninn Þórberg“ að fæðingarár hans hafi verið vitlaust skráð. Get over it. Sigfús Daðason er manna hófsamastur og öðrum rökfastari í greinaskrifum […]

Enn af Þórbergi 4

Ég held stundum að ég sé að verða ruglaður. Ég er með 53 blaðsíður af tilvitnunum í heimildir. Svo þegar ég renni yfir skjalið sé ég að það vantar fullt af heimildum þar inn sem ég þó hef farið ítarlega yfir. Hvers vegna skrifaði ég ekkert niður? Las ég þær kannski aldrei? Er ég eitthvað […]

Afmælisbarn dagsins 5

Er Þórbergur Þórðarson. Einhversstaðar í akhasaþokunni er hann 121 árs í jarðárum. Fagni því allir góðir menn.

Við Þórbergur 2

Erlendur í Unuhúsi var okkar teingiliður, en eftir að hann dó og Unuhúsi var lokað bar fundum okkar Þórbergs ekki saman nema með höppum og glöppum, einna helst í gestaboðum þar sem ekki er kostur að blanda geði við menn. Ég sá hann seinast sitja einmana og yfirgefinn á bekk í manntómum gángi á Vífilstaðahæli […]

Bergshús IV 6

Bergshús stóð ennþá 1987. Það var greinilega ekkert sérlega fallegt hús (smellið á myndina til að stækka): Fengið úr Mannlífi við Sund 3.b., Páll Líndal. Um Bergshús skrifar Páll Líndal: Alexíus Árnason lögregluþjónn mun hafa reist þetta hús um 1865. ‘Í þessu húsi hafði sá nafnkunni snillingur átt heima á efri árum æfi sinnar. Innan […]