Category Archives: Þórbergur

Heill kafli handa æstum lesendum 2

Nei, ég veit þið hafið engan áhuga á þessu. En hér er samt heill kafli sem ég hripaði upp úr handritinu, svo mér fer greinilega fram við að lesa þetta. Eftir á að hyggja læðist sá ljóti grunur að mér að sami kafli finnist í Skáldalífi Halldórs Guðmundssonar. Stök orð í textanum skildi ég ekki […]

Að lesa handrit 3

Vorið 2005 fékk ég að skoða Guðbrandsbiflíu. Þessa stundina puða ég hinsvegar við að lesa óútgefið handrit eftir Þórberg. Ég á bágt með að gera upp við mig hvort var erfiðara aflestrar. Eitt sinn var Þórbergur spurður hvers vegna hann fengi sér ekki ritvél í stað þess að handskrifa allar bækur sínar. Það gæti sparað […]

Í snjó og stormi suður í Hafnarfjörð 0

„Skáldið og heimspekingurinn varð að sitja dag eftir dag inni í köldu herberginu og skjálfa úr kulda. Rétt fyrir jólin gekk hann í snjó og stormi suður í Hafnarfjörð til þess að fá léðan kogara til að hita upp með herbergið. En kogaraupphitunin var alltof dýr fyrir skáldið og heimspekingurinn átti erfitt með að þola […]

Bergshús III 2

Gátan leyst: „Á neðra horni Bergstaðastrætis, vinstra megin götunnar (nr. 10), er nú risin nýbygging eftir Guðmund Kr. Guðmundsson arkitekt en þar var til skamms tíma Bergshús, lágt timburhús með miklu risi sem því miður hefur verið rifið. Það var eitt frægasta hús íslenskra bókmennta vegna frásagna Þórbergs Þórðarsonar í Ofvitanum. Þar var Baðstofan, þar […]

Bergshús II 15

Sæll, Þessi Bergur er fyrsti lærði sútunarmeistarinn á Íslandi og fyrsta sútunarverksmiðjan á Íslandi var þarna í bakhúsi. Til er mynd af danska kónginum þarna í kaffi og mér skilst á núverandi eiganda að það séu til heilmikil skrif um þetta hús. Hans aðalvitneskja er frá gamalli konu sem átti íbúðina á neðstu hæðinni og […]

Bergshús 4

Ég sendi Fasteignasölunni Ási svohljóðandi fyrirspurn: Góðan dag. Umrætt hús er nefnt Bergshús og sagt sögufrægt. Þó er það ekki Bergshús sem Þórbergur Þórðarson bjó í á fjórða vetur á árunum 1909-1913, til þess er það of ungt (reist 1929 skv. vefnum). Auk þess var það við Skólavörðustíg þótt vissulega sé hægt að færa til […]

Mitt áhugaverða líf 2

Tölvan mín er farin að hitna svo mikið að ég sá þann kostinn vænstan að hringja í þjónustuaðila og panta tíma. Húðin er beinlínis farin að flagna utanaf örgjörvanum. Tölvan reyndist vera í ábyrgð ennþá svo það kemur sér afskaplega vel. Á Þórbergsvefnum rakst ég á meint MA verkefni eftir Sverri Árnason, Í kompaníi við […]

Almáttugs andskotans helvíti! 0

Rétt í þessu greip ég niður í 50 blaðsíðna ritgerð sem ég hef verið að lesa mér til heimildar, og lauk því litla sem eftir var. Það er langlengsta heimildin sem ég þarf að styðjast við að undanskildum bókum. Fer svo að fletta upp í glósunum. Ég hef ekki hripað eina einustu hjá mér, nema […]