Category Archives: Aarhus

Hans og Grétu syndrómið 9

Ég var óskaplega stoltur af sjálfum mér í dag. Mér nefnilega tókst að klára nærri heilt páskaegg nr. 4. En svo áttaði ég mig á því að hér búa fleiri og því er líklegra að einhver annar hafi étið eitthvað af þessu. Þegar ég var lítill gat ég étið þrjú svona en það er liðin […]

Af fræðum 0

Lífið færist áfram með slíkum hraða að erfitt er að halda í við það allt til að gera sér grein fyrir samhengi hlutanna. Andlegi helmingurinn er tvíklofinn persónuleiki sem ýmist er fræðimaður eða rithöfundur og getur aðeins verið annað hvort á hverjum einum tíma. Í nóvember fór ég til Biskops Arnö sem fræðimaður en kom […]

Stjúp er líka ekta 1

Mér finnst svona eftir á að hyggja að það sé til talsvert mikið af efni um það hvernig er að verða faðir, en öllu minna um það hvernig það er að verða – snögglega sem slíkt hendir – stjúpfaðir. Ég geri mér grein fyrir að það er ekki eins merkilegt og hitt, en það er […]

Þrautagangan 2

Lesendur Bloggsins um veginn ættu að kannast við að ég hef ekki beinlínis átt sjö dagana sæla í Danmörku. Nú er sú dvöl á enda runnin, með sérdeilis viðeigandi hætti líka sé tillit tekið til allra þeirra erfiðleika sem ég hef átt við að etja síðan ég flutti fyrir rúmu ári. Fyrsta íbúðin mín var […]

Barátta mín við skrímsli 1

Nú þegar sumarið hálfna fer held ég að það sé ekki seinna vænna að fara að telja upp þær hremmingar sem ég hef lent í af höndum örsmárra ófreskja á því tæpa ári síðan ég flutti til Danmerkur. Í september varð ég fyrir árás hundruða geitunga sem leituðu inn í birtuna. Þegar mér tókst að […]

The truth is out there 4

Um daginn – lesist fyrir uþb þrem vikum eða mánuði – leiddist mér nógu mikið til að þræla mér gegnum kvikmyndina The Arrival með Charlie winning Sheen. Í miðri myndinni kynnist hann loksins aðalaukapersónunni sem áhorfandinn hafði fengið að fylgjast með inná milli. Hann neitar henni um kynlíf og svo bara sisvona er hún stungin […]

Skot í fótinn 0

Reglurnar í Árósaháskóla eru þær að sé tímasókn skikkanleg (75% eða meiri) fá nemendur sjálfir að velja sér prófspurningu, en að öðrum kosti er efnið valið fyrir þá. Misjafnt er svo hvernig prófað er eftir áföngum, ýmist munnleg próf, ritgerðir eða hvorttveggja í senn. Áfanginn Norræn goðafræði frá miðöldum til nútímans var af síðastnefndu sortinni, […]

Næstu vikur og mánuðir 0

Mörg eru umhugsunarefnin á næstu vikum og mánuðum, en aðalatriðið er að hafa ekki miklar áhyggjur. Í lok næsta mánaðar mun það vonandi hafa skýrst hvar ég kem til með að búa eftir að samningurinn minn hér rennur út. Um svipað leyti kemur í ljós hvort ég muni yfirhöfuð búa í Danmörku eftir áramót. Svo […]

Ögn úr hversdagslífinu 0

Ég bý milli tveggja einna mestu umferðaræða borgarinnar. Gatan sem húsið mitt liggur við gengur alla leið niður í bæ beinustu leið framhjá einu stærsta markaðstorgi Árósa á fyrri árum, Vesterbro Torv, og að Ráðhústorginu sem liggur steinsnar frá lestarstöðinni, en sé haldið enn lengra áfram götuna endar maður við umferðarmiðstöðina, sem ég nota mikið. […]

Á málþingi 1

Síðastliðinn föstudag brá ég mér á málþing Miðaldaleshringsins sem bar yfirskriftina „Alkoholkultur i middelalderen“. Þar fræddist ég meðal annars um það að á 15. öld þótti drykkja keyra svo úr hófi í danskri þinghelgi að brugðið var á það ráð að flytja bæði Héraðs- og Landsþing úr borg í sveit, svo þau gætu starfað í […]