Category Archives: Aarhus

Aðeins meira um umsóknina 5

Ég held ég hafi aldrei verið eins stressaður á ævinni einsog fyrir doktorsumsókninni, utan þegar umsóknin mín um meistaranám lá inni hjá Árósaháskóla og ég vaknaði upp við þann vonda draum að ég hafði ekki sinnt áfanga Gísla Sigurðssonar og Vilborgar Davíðsdóttur um munnlega hefð í Íslendingasögum. Ég var skráður í 5 áfanga á þeirri […]

Minn eigin Schrödinger 1

Umsókn um doktorsnám við Árósaháskóla hefur verið send af stað. Svo mikið er víst að án þeirrar góðu aðstoðar sem ég hef notið væri útlitið öllu svartara, svo burtséð frá því hvernig til tekst á ég mörgum skuld að gjalda. Gott er að eiga góða að. Umsóknarferlið má kalla heiðarlega tilraun til að missa vitið. […]

Úr hversdagslífinu 1

Í dag skoðaði ég elstu byggingu í Skandinavíu. Það er grafhýsi frá um 1060 undir 13. aldar klaustri í Árósum. Þaðan fór ég í dómkirkjuna til að kynna mér ærið flókna byggingarsögu hennar. Eftir kirkjurúntinn fór ég á kaffihús og kveikti mér í pípu með sætu dönsku tóbaki. Gamall maður við hliðina á mér spurði […]

Það sem bíður á baðherberginu 0

Hálflesin Calvin & Hobbes, og drullusokkur sem lekur frá yfir allt gólf. Lyktin leynir sér ekki. Svona er að búa í húsi með gömlum pípulögnum. Ég vatt mér á næsta bás. Að vísu eru þeir til sem áttu verri aðkomu að baðherbergi en létu það ekki aftra sér, að ónefndri fyrrum nágrannakonu minni í Gellerup […]

Universitetsparken 0

Svo fer gjarnan um mannanna ráð að þau bregðast, og því ítarlegar sem skipulagt er þeim mun meira geta smáatriði sett úr skorðunum. Smáatriði dagsins var að mér yfirsást að ég yrði nauðsynlega að afhenda lyklana að Lottuvegi á slaginu níu. Án lyklanna verður hvorki komist inn né út af lóðinni, hvað þá inn eða […]

Hin daglega sápa 2

Með lægri bloggtíðni og leiðinlegum hversdagsfærslum hefur Bloggið um veginn hrapað þónokkuð í virðingarstiganum á Blogggáttinni. Það finnst mér ágætt. Mér finnst alltaf jafn hundleiðinlegt þegar einhverjir eyjukommentarar koma hingað til að rúnka sér yfir síðuna mína. Svo enn um sinn verður haldið áfram á sömu braut nema eitthvað sérstakt komi til (næg eru bloggin […]

Kristjánsborg, frá framleiðendum Melrose Place 0

Danska verðlaunamyndin Kongekabale frá 2004 fjallar um átök og undirferli í danska þinginu, Kristjánsborg. Í upphafi myndar lendir formaður Miðflokksins í bílslysi svo tvísýnt er um líf hans. Síðar kemur í ljós að upplýsingum um líðan formannsins hefur verið haldið frá fjölmiðlum á meðan plottað er innan flokksins um arftaka hans. Hinn ófyrirleitni Erik Dreier […]

Póstvandræði 4

Nú vantar mig aðstoð frá lesendum. Ég get ekki tekið við póstsendingum frá Íslandi, kemur í ljós. Pakki sem beið mín hefur nú verið endursendur af því enginn gat veitt mér upplýsingar um sendinguna, og þótt standi í kerfinu að tvisvar hafi póstburðarmaður barið hér að dyrum hugkvæmdist víst engum að skilja eftir tilkynningu. Í […]

Hræsnað um frumskógarlögmálið 0

Í síðasta pistli fjallaði ég um misheppnaða uppbyggingu snobbhverfis þar sem í dag stendur völundarhús ógnarstórra blokka í órækt undir samheitinu Gellerup, umlukið óhirtum trjám sem vaxa hvert með sínu laginu svo líkja mætti við frumskóg. Raunar er það svo vinsæl líking að nálega í hvert sinn sem fjölmiðlar taka Gellerup til umfjöllunar, sem er […]

Dvergurinn með þvagfærasýkinguna 0

Ég hef ekki bloggað síðan áður en kisan mín dó. Hef ekki verið í stuði til þess. Hún dó 10. október tæplega tvítug að aldri og var jarðsett í sömu viku í dýragrafreit í Kjós. Hennar er sárt saknað, enda öllum sem þekktu hana harmdauði þrátt fyrir langan aldur. Ég hef enn ekki kvatt hana, […]