Category Archives: Draumfarir

Enn af draumförum 0

Í nótt dreymdi mig fernt sem ég man. 1. Par sem við þekkjum var ásamt fleiri gestum í litlu boði hjá okkur Eyju. Þau rifust allan tímann og sérstaklega hann, sem ásakaði hana í sífellu um að reyna við mig. Svo lagði hann hönd á öxlina á mér inni á milli og sagði í hughreystandi […]

Draumfarir 0

Margt dreymir mann skrýtið, til dæmis um daginn þegar ég var staddur aftan í flutningabíl ásamt heimsþekktum spámiðli sem vildi ginna mig í kynlífsleik með sér og stærðarinnar mannapa (þó ekki beinlínis górillu). Í nótt var það þó öðruvísi. Þá dreymdi mig að ég væri staddur í Bandaríkjunum, að líkindum, og mætti púmu úti á […]

Merkilegur draumur 6

Í nótt dreymdi mig alveg furðulega. Mér fannst sem ég væri staddur í Bóksölu stúdenta. Þar stóð Hannes Hólmsteinn við afgreiðsluborðið með Svartbók kommúnismans undir hendinni. Af einhverjum ástæðum gekk eitthvað treglega að koma bókinni í sölu. Þá segir Hannes, nokkuð gramur: „Þið vinstrimennirnir ættuð að lesa ykkar eigin spámann, Þórberg Þórðarson. Hann sagði: Hví […]

Óræða borgin 1

Ég ferðast alltaf til sömu borgar í draumum mínum, meira eða minna. Hverja ég hitti eða reyni að komast í samband við er mismunandi eftir því hvað borgin heitir hverju sinni. Síðustu tvö skipti hefur hún heitið Árósar. Hún var samt ekkert líkari Árósum núna en þegar hún hét Jyväskylä eða þegar hún var ónefndur […]

Einstigi 2

Mig dreymdi í nótt að ég væri að skila BA-ritgerð í bókmenntafræði. Leiðbeinandi: Hvað er þetta, það eru engin einstigi hérna? Ég: Ha? Leiðbeinandi: Það eru einstigi í þessari bók. Hann treður einstigi. Ég: Hvaða vitleysa … Leiðbeinandi: Þú verður ekki bókmenntafræðingur svona. Bókmenntafræði snýst um að troða einstigi. Lagfærðu ritgerðina eða hypjaðu þig.

Ég er ekki tré 0

Ég er enn tæplega sofnaður síðan í gær. En góðir hlutir eiga til að koma á fáránlegustu stundum, og þannig fékk ég hugljómun alltof snemma í morgun sem gerir mér kleift að skrifa alla næstu viku og vonandi margar vikur í kjölfarið. Ég er þó ekki frá því að ég hafi dottað í örskotsstund og […]

Kominn aftur eða farinn 0

Svefnleysi og höfuðverkir. Glampandi sól, heiðskýrt og blankalogn. Snjór. Fólk skautandi á tjörninni. Þetta er ekki Reykjavík, þetta er Jyväskylä. Ég held ég dveljist þar um sinn. Hér verður ekkert.

Hljóð 0

Hið fyrsta sem ég gerði þegar ég vaknaði var að þrífa Hljóð eftir Kristján Árnason (ég sef með hana núorðið) og halda áfram að lesa, aðeins mínútu eftir mig hafði dreymt að ég hefði reynt að sýna dreifingu allra íslenskra hljóðana í einni umskiptaröð með hjálp tölvutækni morgundagsins. Það mistókst. Vonandi gengur prófið betur. Svona […]

Auteur 2

Þegar ég vaknaði upp af blundi um miðnætti var ég ekki viss hvort franska orðið ateur væri til í raun og veru, en ég var nokkuð viss um að íslenska sögnin aterja, sem dregin væri af téðu orði, væri það ekki. Hef nú komist að því að hvorugt er orðið til. Hins vegar fann ég […]

Martröð 3

Það litla sem ég svaf í nótt dreymdi mig hræðilega martröð á meðan. Í henni hafði ég sett einhvern djöfullegan mekkanisma af stað og kallaði þannig fram einhvern hræðilegan óvætt í líki dvergs og skrímslis (ekki spyrja) sem batt Silju vinkonu í einhvers konar völundarhúsi og drekkti henni með því að fylla rýmið af vatni. […]