Category Archives: Draumfarir

Undarlegar draumfarir 4

Ég hrökk upp í morgun af nokkuð sérstökum draumi sem varð þó ekki að martröð fyrr en undir það allra síðasta. Hef hugleitt hann þónokkuð í dag án þess að komast að nokkurri niðurstöðu. Flest þau sem þekkja mig ættu að vita að ég hef mikla tilhneigingu til að leyfa draumum að hafa áhrif á […]

Minning af draumi 2

Það var draumur sem breytti veröldinni eitt andartak, skóp liðna atburði úr engu og skildi mig eftir með tilbúnar minningar er ég vaknaði. Það tók mig dágóða stund að átta mig á því að líklega hefði tvílyfta kaffihúsið við Klapparstíginn aldrei verið til, og að þær kvöldstundir tvær sem ég eyddi þar, fyrst í sælu, […]

Vaknað og reynt að gera eitthvað 4

Jahá! Ótrúlegur draumur sem mig dreymdi í nótt, sumpart dásamlegur, sumpart vandræðalegur. Sumpart gjörsamlega fáránlegur og að mestu á skjön við veruleikann, eins og draumar eru jafnan. Að þessu sögðu ætla ég ekki að fjalla nánar um hann á þessum síðum, og brýt þarmeð grundvallarreglu í tjáningu: Ef maður ætlar ekki að tala um það, […]

Vaknað árdegis 0

Í nótt dreymdi mig að ég ætti í þeim hvimleiða vanda að þurfa að koma svona risaeðlu út úr herberginu mínu. Það er ekki alltaf að maður er einu sinni svo heppinn. Í gær lagði ég mig til dæmis og dreymdi að ég væri í vinnunni. Annars stefndi ég á fimm tíma svefn í nótt. […]

Illar draumfarir 0

Ég svaf illa í nótt og lítið. Dreymdi martröð sem fólst í að ég missti tunguna eftir að vinkona mín hafði stungið pinna gegnum neðri vörina á mér, óvíst hvort hún yxi aftur. Það er ástæða fyrir því að mér er meinilla við svona andlitsjárn, ef þið hélduð að þetta væru bara fordómar hjá mér. […]

Haustdraumur á Krít 0

Í nótt dreymdi mig að ég hefði farið til Krítar. Þar stóðum við nokkur á svölunum á íbúðinni okkar og ríghéldum okkur í rimlahandriðið svo við myndum ekki fjúka út í buskann í fellibylnum sem þar gekk yfir. Eldingar sprungu á hafinu í fjarska. „Já, það er sama veðrið á Krít og á Íslandi,“ hrópaði […]