Category Archives: Eigin verk

Síðasta reykmettaða ljóðakvöldið 2

Stór dagur 1

Elva og Stígur giftu sig við fallega athöfn í Fríkirkjunni í gær. Hljómsveitin Ménage à Trois sá svo um dinnertónlist í veislunni á Borginni og mun það hafa lukkast ágætlega þrátt fyrir litlar sem engar æfingar. Enda er það tríó sem segir sex … Í veislunni hitti ég margt gott fólk, þar á meðal fólk […]

Aftandvöl 3

Hvað gerir sá sem nennir ekki að fara að sofa? Nú, hann kennir sjálfum sér að lesa heil-, hálf-, fjórðu-, áttundu- og sextánduhluta nótnatakta. Já, það gerir hann. En lætur ekki þar við sitja. Onei, hann kennir sjálfum sér einnig að spila á píanó – án kennsluefnis. Tveir dúrar, A og G, auk Dm. Svo […]

Dómar 2

Fínir dómar komnir um bókina. Sá fyrsti raunar alveg óopinber frá henni Hörpu, en hún fer svo fögrum orðum um bókina að meira að segja netsjálf mitt roðnaði við lesturinn. Svo birtist á Kistunni dómur Þórdísar, sem heldur er ekki af lakari endanum. Gott ef þar kemur ekki fram allt það sem mér finnst mikilvægt […]

Það hljómaði fyndið þá 0

„Þá er þess væntanlega ekki langt að bíða að gerð verði úttekt á eldhúsinu mínu í Fréttablaðinu og fjálglega rætt um matseldarhæfileika mína. Þá geri ég kannski eins og bróðir minn gerði í DV fyrir hálfum áratug og lýg því að kókómjólk sé fastur liður í minni eldamennsku.“ Bloggið um veginn, 15. nóvember 2006. Mér […]

Umfjöllun í Víðsjá 6

Snemma í kvöld var viðtali við mig útvarpað í þættinum Víðsjá í Ríkisútvarpinu. Viðtalið má heyra hér. Bókin hefur hlotið góðar viðtökur kaupenda enn sem komið er og er fyrsti ritdómur væntanlegur á næstu dögum. Ég hef enn ekki haft færi á að kanna stöðuna í bókabúðunum, en hafi verðið á bókinni enn ekki verið […]

Davíð Stefánsson um Endurómun upphafsins 0

„Það eru ó! í þessari bók. Og þau eru ekki sett fram í hæðni hrútspungsins eða annarra súrsaðra kynfæra heldur í fúlustu alvöru; þau eru mælt fram vegna þess að ó! er vel fram mælanlegt og gjaldgengt til tjáningar. Þarna eru líka blóm, og hrafnar, og stjörnubjartur himinn, og sólstafir, og röðulgeislar – hellings aragrúi […]

Áríðandi tilkynning! 0

Bókabúðir Pennans Eymundssonar, Máls og menningar, verðlögðu Endurómun upphafsins á kr. 2.990. Rétt verð á bókinni eru kr. 1.990 og hefur það nú verið leiðrétt. Ennfremur hef ég komið því til leiðar að haft verður samband við þá sem keypt hafa bókina fyrir ofangreindan morðfjár, og munu viðkomandi fá endurgreitt í samræmi við eðlilegt verð. […]

Út er komin bók 12

„Laust fyrir miðnætti varð piltinum ljóst hvað það var sem hann heyrði, óð tunglsins. Hann þusti út til að faðma að sér ljósdropana sem seytluðu niður úr himnunum en greip í tómt og allt missti marks. Það var á efsta degi samkvæmt Greenwich Mean Time en hann var á Íslandi, sem enn var landfræðilegum klukkutíma […]

Lestur og veður 2

Upplesturinn í morgun gekk afskaplega vel. Það var frábært að koma í gamla skólann minn og fá aðrar eins viðtökur. Það brutust út fagnaðarlæti þegar ég las Ódeilu (sjá neðar), greinilegt að þessum krökkum er ekki fisjað saman. Ekki var það heldur amalegt að sitja inni á kennarastofu, sulla í sig tei og ræða við […]