Category Archives: Eigin verk

Allt að gerast 0

Aldrei hélt ég að ég yrði álitsgjafi í dagblaði fyrir þrítugt. Það fór þó svo að ég er í Blaðinu í dag meðal spaks fólks að tjá mig um „jólabækur“ sem ég er spenntur fyrir. Þá er þess væntanlega ekki langt að bíða að gerð verði úttekt á eldhúsinu mínu í Fréttablaðinu og fjálglega rætt […]

Ljóð á ljóð ofan 0

Þegar ég mætti í vinnuna áðan beið mín dágóð hrúga af ljóðabókum merktar mér, sendar ofan af Aðalsafni. Ekki amalegt. Í kvöld hef ég svo verið fenginn til að lesa upp á einhverri lokaðri (að ég held) samkomu sem ég kann engin alminleg skil á. Utan ég veit nokkurn veginn hverjir það eru sem að […]

Olnbogakisa 0

Ég fór í þann leiðinlega leiðangur áðan að taka kettlinginn Linsu frá eiganda sínum, uns henni hefur verið fundið varanlegt heimili. Vona að hún verði ekki alger olnbogakisa. Kisurnar tvær eru nú í óða önn að kynnast og sýnist mér hvorug ætla að leyfa hinni að valta yfir sig, svo þær eru heldur skeptískar hvor […]

Dunaður er dansinn 0

Mikið þykir mér vænt um alla þessa vitleysinga sem ég á að vinum. Í einu kraðaki á Kofa Tómasar frænda, eins og í Twister, reynandi að drekka bjór undir handarkrika næsta manns og seilast í sígarettur með hinni undir löpp og yfir bak á tveimur öðrum. Mynda svo eina dansandi hrúgu milli bars og borða, […]

Tilkynning Slökkt á athugasemdum við Tilkynning

Fimmtudaginn næstkomandi, þann 26. október, mun skáldafélagið og útgáfan Nykur standa fyrir ljóðakvöldi á Litla ljóta andarunganum við Lækjargötu í Reykjavík (í innri salnum). Gamanið hefst klukkan 21:00. Að þessu sinni munu eftirfarandi Nykurskáld lesa: Arngrímur Vídalín, Emil Hjörvar Petersen, Jón Örn Loðmfjörð, Kári Páll Óskarsson, Bjarney Gísladóttir, Urður Snædal. Aðgangur er ókeypis og allir […]

Kallið mig Arnald 2

Einhver hefur lent hér inni í leit að Arnaldi Vídalín. Ég leyfi mér að fullyrða án fullvissu að slíkur einstaklingur lifir ekki á meðal vor, né hafi hann nokkru sinni verið uppi. Fyrirboði um metsölu?

Bókin 5

Ég hef aðeins tvennt að segja um blaðsíðufjölda bókarinnar minnar: 1. Andskotinn. 2. Hvað kemur þetta ferlíki til með að kosta mig? Annars er ég ánægður með bókina, hún er fullkláruð. Bíð bara eftir kápunni og skráningarnúmeri áður en ég get sent hana í umbrot.

Upplesturinn 1

Já, upplesturinn í gær gekk þokkalega, við Emil og Kári lásum örfá ljóð af þvílíkri innlifun að fötin voru rifin af okkur í tryllingslegum fagnaðarlátum sem brutust út á eftir. Minnti sannast sagt á bítlamaníuna. Óvænta (óboðna) gestaskáld kvöldsins las svo upp úr höfundarverki sínu Stórum tárum og var uppátækið vitanlega óstinnt tekið upp af […]

Dagur að kveldi kominn 0

Hér verð ég að lesa upp í kvöld, bara örfá lítið ljóð. Eftir það ætla ég að fá mér einn kaldan, á það líklega skilið eftir alla eljusemina í dag. Þrjú verkefni á einum degi eru ekki afleit afköst, og ef til vill ekki alltaf æskileg afköst. Ástæða minnar skyndilegu atorkusemi er hins vegar einföld: […]

Fjandinn 4

Ég er enn ekki sofnaður. Það veit ekki á gott, mér hefði verið rækileg þörf á að sofa úr mér fýluna. Þess gefst víst ekki kostur núna, það er málfræðitími klukkan tíu, svo vinna á safninu frá hádegi til sjö. Eftir það þarf ég víst að ná mér upp í lestrinum. Vona að mér fari […]