Category Archives: Eigin verk

Kvöldið 2

Upplesturinn gekk vel. Kvöldið gekk vel. Fyrir tilviljun endaði það á laginu Alice eftir Tom Waits: It’s dreamy weather we’re on You waved your crooked wand Along an icy pond with a frozen moon A murder of silhouette crows I saw And the tears on my face And the skates on the pond They spell […]

Starfslok og Menningarnótt 0

Allt getur þessi maður látið hljóma eins og hin mestu vísindi, þótt hér sé kannski enn fremur um alþýðuspeki að ræða, enda perestaltíkin afar mismunandi eftir hver á í hlut. Sjálfur reyndi ég sem mest að ræða téða perestaltík síðast ég var í útlöndum, en menn gáfust iðulega fljótlega upp á að ræða hana við […]

Af dögum liðnum, líðandi, komandi 4

Fallegur morgunn á fyrsta degi Bókabílsins eftir sumarfrí, og jafnframt síðasta starfsdegi mínum þar. Allra síðasti dagurinn minn á safninu á morgun. Umsókn mín um áframhaldandi starf í vetur liggur inni, en óvíst er hvar mér verður komið fyrir. Er eiginlega ekki reiðubúinn að hætta í Kringlunni, en það er víst lítið sem ég gæti […]

Á sunnudegi miðvikudags 0

Veðrið var dásamlegt klukkan tíu í morgun þegar ég hljóp niður Túngötu í allsherjar óðagoti, hafandi sofið yfir mig og misst af strætó. Sólin streymdi fram af laufunum eins og gullregn yfir gangstéttarnar, fuglarnir sungu og tjörnin glitraði í átt til mín alla leið eftir Tjarnargötu inn á Kirkjustræti, hvar ég hljóp í humátt að […]

Sunnudagur á Prikinu 2

Það eru óendanlega margar leiðir sem ég hefði getað farið við að skrifa síðustu færslu, samt varð þessi nálgun ofaná. Hvers vegna ætli það sé? Sit núna á Prikinu við yfirferð á handriti. Ekki til að drekkja sjálfum mér í tilgerð, heldur vegna þess að enn hef ég ekki hunskast til að kaupa mér kaffivél. […]

Ljóta sumar 0

Þetta ætlar nú að verða meira sumarið. Eitt ljóð hefur mér tekist að yrkja það sem af er sumri (þyrfti helst að semja tuttugu til viðbótar). Ljóðið lýsir kannski frekar veðrinu en raunverulegum atburðum, auk þess er umfjöllunarefni ljóðsins aukaatriði og víkur fyrir veðurfarslýsingu fremur en öfugt. Það er svosum nógu viðeigandi fyrir þetta sumar […]

Af ritstörfum 2

Verkefnalistinn minn þessa dagana innifelur eina ljóðaþýðingu, grunnvinnu að smásögu og svo auðvitað að klára bókina mína. Spurning hvursu vel það sækist þessa vikuna. Áreiðanlega klára ég ekki neitt af þessu.

Upprisukvöld Nykurs II 7

Ég er í skýjunum! Þetta var frábært, æðislegt. Húsið var troðfullt, fjölmennt jafnt sem góðmennt, Ingibjörg Haralds var vá! Eitt finnst mér um eigin flutning, en það er að þótt ljóð séu og eigi að vera fullkomlega opin gagnvart túlkun, þá skildist það líklega þannig að öll ljóðin mín fjölluðu um ástina. Svo var ekki. […]

Upprisukvöld Nykurs 0

Hér má lesa fréttatilkynningu um viðburðinn í Tímariti Máls og menningar. Sömuleiðis hér á Tíuþúsund tregawöttum, Ljóð.is og hér á vefriti Torfhildar, félags bókmenntafræðinema við Háskóla Íslands. Annað kvöld verður svo spilað viðtal við einn okkar Nykursmanna, Emil Hjörvar Petersen, í Víðsjá. Á það má hlusta á netinu eftir að heim er komið.

Nykur kunngjörir 0

Þið hafið fullt leyfi (lesist skylda) til að dreifa þessu sem víðast: Árið 1995 var Nykur stofnaður af nokkrum ungum skáldum sem bókmenntavettvangur og sjálfshjálparbókarforlag. Á vegum Nykurs komu fyrstu verk skálda og rithöfunda á borð við Andra Snæ Magnason, Davíð A. Stefánsson, Steinar Braga, Ófeig Sigurðsson og fleiri. Alls komu út 13 bækur á […]