Category Archives: Ferðalög

Ruslakall á Akureyri 0

Þá erum við komin í vinnuferð norður. Margt sem rifjast upp fyrir mér einsog endranær þegar ég kem hingað. Til dæmis sameiginleg ást okkar Arnars æskuvinar míns á bænum. Okkur báðum fannst Akureyri langtum betri bær en Reykjavík, og dag einn höfðu hann og bekkjarbróðir hans Siggi ákveðið að gerast ruslakallar á Akureyri þegar þeir […]

Af fræðum 0

Lífið færist áfram með slíkum hraða að erfitt er að halda í við það allt til að gera sér grein fyrir samhengi hlutanna. Andlegi helmingurinn er tvíklofinn persónuleiki sem ýmist er fræðimaður eða rithöfundur og getur aðeins verið annað hvort á hverjum einum tíma. Í nóvember fór ég til Biskops Arnö sem fræðimaður en kom […]

Stiklur úr Mílanóferð 0

Í september brá ég mér til Mílanó. Þar gerðist sitthvað mismerkilegt. Hér er það eftirminnilegasta: Þegar óróaseggir grýttu veitingabátinn okkar á sýkinu með flöskum. Staðarhaldarar og bullur tóku að rífast hverjir sín megin sýkisins uns lögreglan kom og leysti þetta upp. Suddaleg rigningin að degi fyrsta bæjartúrsins – sem varð skammlifaður. Meðfylgjandi ótti við að […]

The truth is out there 4

Um daginn – lesist fyrir uþb þrem vikum eða mánuði – leiddist mér nógu mikið til að þræla mér gegnum kvikmyndina The Arrival með Charlie winning Sheen. Í miðri myndinni kynnist hann loksins aðalaukapersónunni sem áhorfandinn hafði fengið að fylgjast með inná milli. Hann neitar henni um kynlíf og svo bara sisvona er hún stungin […]

Stiklur úr ferðasögu II 0

Skandinavíuhringurinn: Álaborg: Fallegur bær sem mér skilst að smámsaman sé að deyja. Flest unga fólkið fer heldur suður til Árósa eða Kaupmannahafnar til að sækja sér æðri menntun, og fáir koma til baka. Stemningin á aðalverslunargötunni (sem er kölluð eitthvað annað en hún heitir en ég man ekki hvað) var nokkuð öðruvísi fyrir Danmörku fannst […]

Stiklur úr ferðasögu I 0

Á leiðinni til Álaborgar frá Árósum keyrði lestin á eitthvað og tætti það svo í sundur undir hjólunum. Titringurinn og óhljóðin fundust óbærilega vel og ég grínaðist með að við hefðum keyrt yfir dádýr. Stuttu síðar var tilkynnt í hátalarakerfinu að við hefðum keyrt yfir dádýr. Álaborg virtist mér vera ágætispláss en hún er smámsaman […]

Lǫgðusk þeir þá í víking 0

Þá er ég farinn! Geri mitt besta til að láta ekki sjá mig á netinu næstu vikuna. Álaborg, Osló og svo ráðstefna í Bergvin. Þá Gautaborg og mögulega Lundur í framhjáhlaupi. Þetta verður ferðalag til að muna.

Enn meira úr daglega lífinu 0

Bankakortið fékk ég blessunarlega í hendurnar aftur í dag svo ég get haldið ótrauður til Álaborgar á morgun. Ég ákvað að verðlauna sjálfan mig þolinmæðina með feitum hamborgara við ána, en þeir kostuðu tæplega 3000 krónur svo ég hélt lengra inn í bæinn og fann Buffhús Jensens sem var örlítið ódýrara. Það er hægara sagt […]

Af hrakförum og ferðalögum 0

Seinheppni minni og klaufaskap er engin takmörk sett. Eftir ágætis göngutúr með Christian um fegurri hluta gettósins – gömlu Brabrand og umhverfis hið gullfallega Brabrandvatn – lá leið mín niður í bæ að næla mér í eitthvað til að nærast á. Ég hef komið mér upp þeim sið hérna þegar ég fer yfir fjölfarnar umferðargötur […]

Að Lottuvegi 1 0

Í augnablikinu er ég staddur á Café Undermasken í Árósum. Þvílík beljandi rigning hefur verið í dag að dyflinnarregnhlífin gaf undan og því flýði ég inn. Ég er líka netlaus svo ég kem til með að verða nokkuð hér næstu daga. Innskot: Ég er núna á Ris Ras. Einhver strákur hellti bjór yfir tölvuna mína […]