Category Archives: Geðveiki

Koddu að býtta 0

Þegar ég var lítill skiptumst við félagarnir á körfuboltamyndum, og einhugur ríkti um ímyndað verðmætamat einstakra spjalda. Sum voru „sjaldgæf“ og þar af leiðandi meira virði en önnur, og hver sá sem býttaði á 10 Karl Malone, einum Scotty Pippen og tveim Larry Bird fyrir einn Michael Jordan að kyssa gullbikar NBA deildarinnar lét Jordaninn […]

Glitnir 2

Þegar ég var í Jyväskylä núna í október rak ég augun í Glitnisskilti við stigagang að skrifstofuhúsnæði. Dyrnar voru læstar og þegar ég kannaði dyrabjöllurnar sá ég engin ummerki þess að Glitnir hefði nokkru sinni starfað í húsinu, önnur en skiltið. Mikið hafa þeir verið fljótir að pakka saman. Þegar ég var þar síðast fyrir […]

Að nóttu 0

Bjóst hálft í hvoru við að það snjóaði fyrir utan stofugluggann þegar ég gekk fram á leið minni inn í eldhús. Bara venjuleg maínótt. Reif soltinn upp ísskápinn í leit að langlokunni sem hafði hvílt þar hálft síðasta árþúsund. Hana var hvergi að sjá. Andskotinn, hugsaði ég. Mannfjandinn er alltaf einu skrefi á undan mér. […]

Serjeant at Arms 3

Halldór bloggar um dálæti sitt á breska þinginu. Í ljósi þess vil ég benda á eftirminnilega færslu Atla Freys um embættisskyldur Serjeant at Arms. Það hefði verið skondið ef Halldór Blöndal hefði hlaupið með brugðið sverð á eftir Jónsa í SigurRós á sínum tíma, þegar síðarnefndi ætlaði allt vitlaust að gera uppi á þingpöllum í […]

Kjezlan hérna megin er þokkó hressó 2

Þessa fegurð fékk ég senda nú í morgun. Finnst ég betri maður eftir á. Afsakið annars allt málfræðibrjálæðið síðustu daga. Merkilegt samt hvernig allir virðast hafa áhuga á málfari en færri á málfræði. Held að fólk hafi almennt meiri áhuga á að stýra hvernig fólk talar en að vita af hverju það talar eins og […]

Þrællinn 7

Ég hef setið í bíl á ferð og skoðað bloggsíður í fartölvunni með hjálp hverrar þráðlausrar nettengingar heimilanna á Húsavík á fætur annarri líkt og vinur minn í bílstjórasætinu væri ekki nógu skemmtilegur ég hef setið með fartölvu í flugvél og fundist ég fráleitt bisnessmannslegur þrátt fyrir bindið þarsem ég sat með bjórglas og færði […]

Bók, grindardráp og dauði 2

Þessi vika er vika bókarinnar. Þá er kominn tími til að hafa áhyggjur af námsframvindu. Ef bókmenntaritgerðin er ekki kláruð fyrir fæðingardag Kiljans og Shakespeare (og dauðadags þess síðarnefnda), og próflesturinn ekki vel ríflega hálfnaður, þá er illt í efni. Hálfkaldhæðnislegur deadline. ~ Ég tefli einnig á tæpasta vaði í öðrum skilningi. Með dags millibili […]