Category Archives: Greinar

Tækifæri til breytinga? 0

Nú þykir ýmsum sem blikur séu á lofti í dönskum stjórnmálum og að sá möguleiki sé nú fyrir hendi að vinstristjórn verði mynduð að kosningum loknum. Búist er við því að Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra, boði senn til kosninga og að þær verði haldnar í vor fremur en síðar á árinu, sem jafnframt væri taktískt […]

Íslensk tunga og börn hennar 3

Sem íslenskufræðingi þykja mér athyglisverð tvö þingmál sem Árni Johnsen hefur verið í forsvari fyrir undanfarnar sex vikur. Hið fyrra er þingsályktunartillaga lögð fram af fulltrúum allra flokka skömmu fyrir miðjan desember, með Árna að frummælanda,sem snýst um að stofnað verði prófessorsembætti við Háskóla Íslands kennt við Jónas Hallgrímsson „með vörn og sókn fyrir íslenska […]

Hvað vitum við um söguna? Íslandssagan í gagnrýnu ljósi 0

Ég hugsa að það sé óvinsælt að endurbirta efni af Hugsandi, svo ég tengi bara héðan í grein sem ég var að birta þar: § Fyrsti hluti. § Annar hluti. Opið er fyrir athugasemdir á báðum stöðum ef einhver vill rífast. – Þess má geta til gamans að þessi færsla er skrifuð um borð í […]

Af skáldum og öðrum ekkisens óþarfa 0

Ég fann þetta óvænt í tölvunni minni. Þessi grein átti að birtast í Tíuþúsund tregawöttum í ársbyrjun 2009 minnir mig, en það hefti var aldrei gefið út. Fannst allteins gott að henda henni inn hérna þar sem efni hennar á jafnmikið erindi nú og þá. 1. Skáldið í ljóðinu Mér er minnisstætt þessa dagana ljóð […]

Fimm spor til afnáms mannréttinda – drög að úrsögn úr alþjóðasamfélaginu 0

Síðan ég hóf störf sem pistlahöfundur fyrir Smuguna í september síðastliðnum hef ég birt fjóra pistla, þar af þrjá um stöðu innflytjenda í Danmörku. Á þessum skamma tíma hefur ríkisstjórn íhaldsflokkanna Venstre og Konservative Folkeparti talað fyrir hverju frumvarpinu á fætur öðru sem ætlað er að skerða réttindi innflytjenda. Þau mál sem ég hef rakið […]

Nasistinn í veislunni 0

Meðan íhaldsflokkarnir Venstre og Konservative Folkeparti berjast bæði inn- og útbyrðis við að halda ríkisstjórninni við völd, einsog ég fjallaði um í síðasta pistli, kemur sífellt betur í ljós hvaða afleiðingar það hefur þegar eini vinur manns er nasisti. Meðan Rasmussen og Espersen einbeita sér að spuna, spillingu og lygum í þingsal er það Dansk […]

Kristjánsborg, frá framleiðendum Melrose Place 0

Danska verðlaunamyndin Kongekabale frá 2004 fjallar um átök og undirferli í danska þinginu, Kristjánsborg. Í upphafi myndar lendir formaður Miðflokksins í bílslysi svo tvísýnt er um líf hans. Síðar kemur í ljós að upplýsingum um líðan formannsins hefur verið haldið frá fjölmiðlum á meðan plottað er innan flokksins um arftaka hans. Hinn ófyrirleitni Erik Dreier […]

Hræsnað um frumskógarlögmálið 0

Í síðasta pistli fjallaði ég um misheppnaða uppbyggingu snobbhverfis þar sem í dag stendur völundarhús ógnarstórra blokka í órækt undir samheitinu Gellerup, umlukið óhirtum trjám sem vaxa hvert með sínu laginu svo líkja mætti við frumskóg. Raunar er það svo vinsæl líking að nálega í hvert sinn sem fjölmiðlar taka Gellerup til umfjöllunar, sem er […]

Aðlögun í skugga óreiðu 3

Eyrarsundskollegíið á Amager er fyrir löngu alræmt meðal íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn. Þegar ég kom þangað fyrst í janúar á síðasta ári var þar íslendingapartí auk eins Færeyings sem fékk að fljóta með sökum skyldleika og kannski þess að Íslendingum þykja Færeyingar fyndnir. Það er stærsta kollegí í Kaupmannahöfn, ef ekki það stærsta í Danmörku. […]

Rýmisaðgreining í Vöktunum 1

Marga daga í röð hef ég rekið augun í Bjarnfreðarson á DVD, haganlega útstilltum og á misgóðu verði. Svona freistingar stenst ég bara einfaldlega ekki og keypti myndina í dag. Ef eitthvað er kalla ég mig góðan að hafa haldið í mér svona lengi fremur en hitt, þetta er enda efni sem á (vonandi) eftir […]